Sport

Parham leiðir fyrir lokaumferðina

Atli Ísleifsson skrifar
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fyrrverandi forseti Skáksambadnsins og fyrrverandi þingmaður, lék fyrsta leikinn í gær fyrir Parham.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fyrrverandi forseti Skáksambadnsins og fyrrverandi þingmaður, lék fyrsta leikinn í gær fyrir Parham. Skáksambandið

Íranski stórmeistarinn Parham Maghsoodloo er einn efstur fyrir lokaumferð Reykjavíkurskákmótsins. Parham vann auðveldan sigur í áttundu umferðinni og er í góðri stöðu með sjö vinninga.

Í tilkynningu frá Skáksambandinu segir að þrír Íslendingar hafi sex vinninga og séu í skiptu áttunda sæti en það eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Bragi Þorfinnsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Sigur í lokaumferðinni gæti þó tryggt gott verðlaunasæti.

„Strax á hæla Parham eru sex skákmenn með 6½ vinning, sem tryggir gífurlega spennandi lokaumferð:

  • GM Vasyl Ivanchuk (UKR)
  • GM Shanglei Lu (CHN)
  • GM Elham Amar (NOR)
  • GM Matthieu Cornette (FRA)
  • GM Abhijeet Gupta (IND)
  • GM Mahammad Muradli (AZE)

Parmham hefur lakari oddastig allir þeir sem hafa hálfum vinningi minna og líklegt að jafntefli dugi ekki til að vinna mótið fyrir hann.

Skákskýringar Helga Ólafssonar hefjast í Hörpu um kl. 12:30.

Gera má ráð fyrir að línur hafi skýrst um 15:00

Lokahóf og verðlaunaafhending fara fram kl. 17 í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×