Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 11:20 Miklar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu í Harrisburg í Pennsylvaníu eftir að karlmaður kastaði eldsprengju þar inn á pálmasunnudag, 13. apríl 2025. AP Karlmaður á fertugsaldri sem er í haldi lögreglunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sagðist hafa ætlað að berja ríkisstjórann til bana með hamri ef hann næði til hans. Töluverðar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu þegar maðurinn kastaði eldsprengju inn um glugga. Árásin átti sér stað að kvöldi pálmasunnudags. Cody Balmer, 38 ára karlmaður, klifraði þá yfir öryggisgirðingu við ríkisstjórasetrið í ríkishöfuðborginni Harrisburg, braut rúðu með hamri og kastaði eldsprengju inn í píanóstofu. Hann braust síðan inn og kveikti í stofunni áður en hann tók til fótanna. Ríkisstjórinn og fjölskylda hans svaf á efri hæð setursins á meðan. Balmer sagði lögreglu að hann „hataði“ Josh Shapiro, ríkisstjóra, og að hann hefði barið hann með hamri ef hann hefði náð til hans. Reuters-fréttastofan segir að Balmer hafi meðal annars gagnrýnt Joe Biden, fyrrverandi forseta og demókrata, á samfélagmiðlum. Shapiro er einnig demókrati og hefur verið nefndur sem mögulegt forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar árið 2028. Shapiro er gyðingur og hafði fyrr um kvöldið fagnað fyrsta degi páskahátíðarinnar með fjölskyldu og vinum í stofunni sem Balmer kveikti í. Hann vísaði á lögregluyfirvöld þegar fréttamenn spurðu hann hvort að gyðingahatur hefði mögulega verið tilefni árásarinnar. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, ræðir við fréttamenn við ríkisstjórasetrið. Hann kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy Atlagan að ríkisstjóranum er aðeins nýjasta dæmið um pólitísk ofbeldi vestanhafs á síðustu misserum. Karlmaður reyndi að skjóta Donald Trump til bana á kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu í júlí í fyrra. Árásin nú ber ýmis líkindi við það þegar maður braust inn á heimili Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrata, og barði eiginmann hennar með hamri í San Francisco í október 2022. Repúblikanar brugðust við morðtilræðinu við eiginmann Pelosi með háði og stoðlausum aðdróttunum um að árásarmaðurinn hefði verið samkynhneigður elskhugi hans. Viðbrögðin nú hafa verið nokkru virðuglegri. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði árásina óafsakanlega og að sækja þyrfti árásarmanninn til ýtrustu saka. Shapiro segir að Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hafi lofað því að alríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að rannsaka árásina. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11 Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Árásin átti sér stað að kvöldi pálmasunnudags. Cody Balmer, 38 ára karlmaður, klifraði þá yfir öryggisgirðingu við ríkisstjórasetrið í ríkishöfuðborginni Harrisburg, braut rúðu með hamri og kastaði eldsprengju inn í píanóstofu. Hann braust síðan inn og kveikti í stofunni áður en hann tók til fótanna. Ríkisstjórinn og fjölskylda hans svaf á efri hæð setursins á meðan. Balmer sagði lögreglu að hann „hataði“ Josh Shapiro, ríkisstjóra, og að hann hefði barið hann með hamri ef hann hefði náð til hans. Reuters-fréttastofan segir að Balmer hafi meðal annars gagnrýnt Joe Biden, fyrrverandi forseta og demókrata, á samfélagmiðlum. Shapiro er einnig demókrati og hefur verið nefndur sem mögulegt forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar árið 2028. Shapiro er gyðingur og hafði fyrr um kvöldið fagnað fyrsta degi páskahátíðarinnar með fjölskyldu og vinum í stofunni sem Balmer kveikti í. Hann vísaði á lögregluyfirvöld þegar fréttamenn spurðu hann hvort að gyðingahatur hefði mögulega verið tilefni árásarinnar. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, ræðir við fréttamenn við ríkisstjórasetrið. Hann kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy Atlagan að ríkisstjóranum er aðeins nýjasta dæmið um pólitísk ofbeldi vestanhafs á síðustu misserum. Karlmaður reyndi að skjóta Donald Trump til bana á kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu í júlí í fyrra. Árásin nú ber ýmis líkindi við það þegar maður braust inn á heimili Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrata, og barði eiginmann hennar með hamri í San Francisco í október 2022. Repúblikanar brugðust við morðtilræðinu við eiginmann Pelosi með háði og stoðlausum aðdróttunum um að árásarmaðurinn hefði verið samkynhneigður elskhugi hans. Viðbrögðin nú hafa verið nokkru virðuglegri. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði árásina óafsakanlega og að sækja þyrfti árásarmanninn til ýtrustu saka. Shapiro segir að Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hafi lofað því að alríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að rannsaka árásina.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11 Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11
Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23