Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 11:20 Miklar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu í Harrisburg í Pennsylvaníu eftir að karlmaður kastaði eldsprengju þar inn á pálmasunnudag, 13. apríl 2025. AP Karlmaður á fertugsaldri sem er í haldi lögreglunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sagðist hafa ætlað að berja ríkisstjórann til bana með hamri ef hann næði til hans. Töluverðar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu þegar maðurinn kastaði eldsprengju inn um glugga. Árásin átti sér stað að kvöldi pálmasunnudags. Cody Balmer, 38 ára karlmaður, klifraði þá yfir öryggisgirðingu við ríkisstjórasetrið í ríkishöfuðborginni Harrisburg, braut rúðu með hamri og kastaði eldsprengju inn í píanóstofu. Hann braust síðan inn og kveikti í stofunni áður en hann tók til fótanna. Ríkisstjórinn og fjölskylda hans svaf á efri hæð setursins á meðan. Balmer sagði lögreglu að hann „hataði“ Josh Shapiro, ríkisstjóra, og að hann hefði barið hann með hamri ef hann hefði náð til hans. Reuters-fréttastofan segir að Balmer hafi meðal annars gagnrýnt Joe Biden, fyrrverandi forseta og demókrata, á samfélagmiðlum. Shapiro er einnig demókrati og hefur verið nefndur sem mögulegt forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar árið 2028. Shapiro er gyðingur og hafði fyrr um kvöldið fagnað fyrsta degi páskahátíðarinnar með fjölskyldu og vinum í stofunni sem Balmer kveikti í. Hann vísaði á lögregluyfirvöld þegar fréttamenn spurðu hann hvort að gyðingahatur hefði mögulega verið tilefni árásarinnar. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, ræðir við fréttamenn við ríkisstjórasetrið. Hann kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy Atlagan að ríkisstjóranum er aðeins nýjasta dæmið um pólitísk ofbeldi vestanhafs á síðustu misserum. Karlmaður reyndi að skjóta Donald Trump til bana á kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu í júlí í fyrra. Árásin nú ber ýmis líkindi við það þegar maður braust inn á heimili Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrata, og barði eiginmann hennar með hamri í San Francisco í október 2022. Repúblikanar brugðust við morðtilræðinu við eiginmann Pelosi með háði og stoðlausum aðdróttunum um að árásarmaðurinn hefði verið samkynhneigður elskhugi hans. Viðbrögðin nú hafa verið nokkru virðuglegri. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði árásina óafsakanlega og að sækja þyrfti árásarmanninn til ýtrustu saka. Shapiro segir að Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hafi lofað því að alríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að rannsaka árásina. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11 Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Árásin átti sér stað að kvöldi pálmasunnudags. Cody Balmer, 38 ára karlmaður, klifraði þá yfir öryggisgirðingu við ríkisstjórasetrið í ríkishöfuðborginni Harrisburg, braut rúðu með hamri og kastaði eldsprengju inn í píanóstofu. Hann braust síðan inn og kveikti í stofunni áður en hann tók til fótanna. Ríkisstjórinn og fjölskylda hans svaf á efri hæð setursins á meðan. Balmer sagði lögreglu að hann „hataði“ Josh Shapiro, ríkisstjóra, og að hann hefði barið hann með hamri ef hann hefði náð til hans. Reuters-fréttastofan segir að Balmer hafi meðal annars gagnrýnt Joe Biden, fyrrverandi forseta og demókrata, á samfélagmiðlum. Shapiro er einnig demókrati og hefur verið nefndur sem mögulegt forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar árið 2028. Shapiro er gyðingur og hafði fyrr um kvöldið fagnað fyrsta degi páskahátíðarinnar með fjölskyldu og vinum í stofunni sem Balmer kveikti í. Hann vísaði á lögregluyfirvöld þegar fréttamenn spurðu hann hvort að gyðingahatur hefði mögulega verið tilefni árásarinnar. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, ræðir við fréttamenn við ríkisstjórasetrið. Hann kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy Atlagan að ríkisstjóranum er aðeins nýjasta dæmið um pólitísk ofbeldi vestanhafs á síðustu misserum. Karlmaður reyndi að skjóta Donald Trump til bana á kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu í júlí í fyrra. Árásin nú ber ýmis líkindi við það þegar maður braust inn á heimili Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrata, og barði eiginmann hennar með hamri í San Francisco í október 2022. Repúblikanar brugðust við morðtilræðinu við eiginmann Pelosi með háði og stoðlausum aðdróttunum um að árásarmaðurinn hefði verið samkynhneigður elskhugi hans. Viðbrögðin nú hafa verið nokkru virðuglegri. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði árásina óafsakanlega og að sækja þyrfti árásarmanninn til ýtrustu saka. Shapiro segir að Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hafi lofað því að alríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að rannsaka árásina.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11 Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11
Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23