Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2025 19:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Einar Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að átján ára piltur hefði verið tekinn á Keflavíkurflugvelli með þrettán kíló af kókaíni. Fjölmargir hafa verið handteknir á landamærunum í Keflavík vegna fíkniefnainnflutnings en fyrir rúmum tveimur vikum voru tvær unglingsstúlkur teknar þar sem þær reyndu að smygla tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum til landsins. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist uggandi yfir stöðunni, ekki hafi verið skortur á fíkniefnum hér á landi. „Ef það er aukinn innflutningur þá mun það væntanlega þýða bara aukið aðgengi, lægra verð og allt þetta sem fylgir. Þetta auðvitað er bara mikil ógn, sérstaklega við okkar unga fólk, eða fólk á miðjum aldri og yngra, þessi örvandi vímuefni til dæmis sem er verið að ræða um og svo ópíóðarnir sömuleiðis.“ Meira fylgir en efnin Heilt yfir hafi dregið úr neyslu ungs fólks á Íslandi á vímuefnum undanfarin tuttugu ár. Ýmislegt bendi til þess að það sé að breytast núna og segir Valgerður það ekki góða tilfinningu. „Það er eins og upplýsingar um þetta unga fólk, þó þetta séu fá dæmi, þá sjáum við það aðeins hjá okkur að það eru að koma fleiri yngri aftur, sem er ekki góð þróun.“ Þá hafa nokkrir skjólstæðingar á Vogi lýst íblöndun í fíkniefnum sem þau hafi notað. Telji að eitthvað annað hafi verið í efnunum en bara það sem þar hafi átt að vera. „Þannig það er auðvitað bara mjög varasamt og alveg full ástæða til eins og hefur verið gert í fyrri fréttum að vara fólk við, að vera á varðbergi. Það er aldrei að vita hvaða efni eru í vímuefnunum. Þetta er ólögleg framleiðsla og það eru til mjög hættuleg efni sem eru þannig að fólk getur ekki séð fyrir afleiðingarnar og eru að valda dauðsföllum annars staðar og það getur eins gert hérna, þannig það er full ástæða til þess að vera á varðbergi.“ Fíkniefnabrot Fíkn Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að átján ára piltur hefði verið tekinn á Keflavíkurflugvelli með þrettán kíló af kókaíni. Fjölmargir hafa verið handteknir á landamærunum í Keflavík vegna fíkniefnainnflutnings en fyrir rúmum tveimur vikum voru tvær unglingsstúlkur teknar þar sem þær reyndu að smygla tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum til landsins. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist uggandi yfir stöðunni, ekki hafi verið skortur á fíkniefnum hér á landi. „Ef það er aukinn innflutningur þá mun það væntanlega þýða bara aukið aðgengi, lægra verð og allt þetta sem fylgir. Þetta auðvitað er bara mikil ógn, sérstaklega við okkar unga fólk, eða fólk á miðjum aldri og yngra, þessi örvandi vímuefni til dæmis sem er verið að ræða um og svo ópíóðarnir sömuleiðis.“ Meira fylgir en efnin Heilt yfir hafi dregið úr neyslu ungs fólks á Íslandi á vímuefnum undanfarin tuttugu ár. Ýmislegt bendi til þess að það sé að breytast núna og segir Valgerður það ekki góða tilfinningu. „Það er eins og upplýsingar um þetta unga fólk, þó þetta séu fá dæmi, þá sjáum við það aðeins hjá okkur að það eru að koma fleiri yngri aftur, sem er ekki góð þróun.“ Þá hafa nokkrir skjólstæðingar á Vogi lýst íblöndun í fíkniefnum sem þau hafi notað. Telji að eitthvað annað hafi verið í efnunum en bara það sem þar hafi átt að vera. „Þannig það er auðvitað bara mjög varasamt og alveg full ástæða til eins og hefur verið gert í fyrri fréttum að vara fólk við, að vera á varðbergi. Það er aldrei að vita hvaða efni eru í vímuefnunum. Þetta er ólögleg framleiðsla og það eru til mjög hættuleg efni sem eru þannig að fólk getur ekki séð fyrir afleiðingarnar og eru að valda dauðsföllum annars staðar og það getur eins gert hérna, þannig það er full ástæða til þess að vera á varðbergi.“
Fíkniefnabrot Fíkn Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00