Handbolti

Ótrú­leg dramatík hjá Al­dísi Ástu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aldís Ásta er einu skrefi nær því að spila um sænska meistaratitilinn í handbolta.
Aldís Ásta er einu skrefi nær því að spila um sænska meistaratitilinn í handbolta. Skara

Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik þegar Skara komst 1-0 yfir í undanúrslitaeinvígi sínu við Skuru í baráttunni um sænska meistaratitilinn í handbolta. Leikurinn var eins dramatískur og hugsast getur.

Þegar venjulegum leiktíma var lokið í leik liðanna í kvöld var staðan 27-27. Þegar tólf sekúndur voru eftir af framlengingunni var staðan jöfn enn á ný, 33-33. 

Aldís Ásta og stöllur nýttu tímann vel og skoraði Eva Jaspers flautumark sem tryggði Skara eins marks sigur, 34-33 lokatölur og Skara komnar 1-0 yfir í einvígi liðanna. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit um sænska meistaratitilinn. Aldís Ásta skoraði fjögur mörk í leiknum.

Í Þýskalandi var Íslendingalið Magdeburg í eldlínunni í efstu deild þar í landi. Vann Magdeburg 11 marka sigur á Stuttgart, lokatölur 31-20. Íslenska tvíeykið hafði sig hægt í kvöld og kom aðeins með beinum hætti að sex mörkum. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö og lagði upp eitt á meðan Ómar Ingi Magnússon skoraði eitt og gaf tvær stoðsendingar. 

Magdeburg er í 5. sæti með 35 stig, sjö stigum frá toppnum en á þó þrjá leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×