Olga ætlar ekki í slag við Willum Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. apríl 2025 08:31 Olga hefur starfað á afrekssviði ÍSÍ undanfarin ár, sem heldur utan um hinn margumrædda Afrekssjóð. vísir / stöð 2 Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. Olga er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu. Hún býr yfir víðtækri reynslu úr íþróttahreyfingunni, meðal annars sem dómari, landsliðsþjálfari, og stjórnarkona í félögum og héraðssamböndum. „Og svo er ég móðir íþróttabarna, þannig að ég held að ég sé búin að prófa öll hlutverkin. Búin að vinna sleitulaust fyrir hreyfinguna síðan árið 1993.“ Komið að auknu fjármagni í afreksíþróttir Olga hefur setið í stjórn ÍSÍ síðan 2019 og verið annar varaforseti undanfarin tvö ár. Á þeim tíma, hvaða málum hefurðu helst beitt þér fyrir? „Ég hef aðallega verið inni á afrekssviðinu, mín reynsla undanfarin ár hefur mest verið þar. Við höfum komið að því að auka fjármagnið í afreksíþróttirnar, sem er nú að takast. Við erum allavega kominn með annan fótinn af stað með það þar sem við höfum tryggt okkur fjármagn upp á tæpar sjö hundruð milljónir.“ Fengið góð viðbrögð Olga tilkynnti framboð sitt síðasta föstudag og segir viðbrögðin hafa verið góð. „Mjög góð viðbrögð. Ég hef fengið hvatningu víða að úr hreyfingunni og ég held að það sé út af því að þetta er minn bakgrunnur. Ég er alinn upp og þekki íþróttahreyfinguna út og inn.“ Ekki slagur við Willum Sem stendur hafa aðeins tvö framboð verið tilkynnt en frestur til þess rennur út þann 25. apríl, þremur vikum fyrir ársþingið sem hefst 16. maí. Olga tekur slaginn við Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfara. „Ég vil ekki meina að þetta sé einhver slagur. Hérna eru bara tveir frambjóðendur, frambærilegt fólk að bjóða sína krafta. Við erum virkilega ólík og ég ber mikla virðingu fyrir Willum og mjög ánægð með hans störf undanfarin ár. Ég held að það sé bara sterkt fyrir íþróttahreyfinguna að vera með tvo sterka fulltrúa og ég hef ekki trú á öðru en að fleiri munu bjóða sig fram.“ Viðtal Olgu var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá í spilaranum að ofan. Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir ÍSÍ Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sjá meira
Olga er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu. Hún býr yfir víðtækri reynslu úr íþróttahreyfingunni, meðal annars sem dómari, landsliðsþjálfari, og stjórnarkona í félögum og héraðssamböndum. „Og svo er ég móðir íþróttabarna, þannig að ég held að ég sé búin að prófa öll hlutverkin. Búin að vinna sleitulaust fyrir hreyfinguna síðan árið 1993.“ Komið að auknu fjármagni í afreksíþróttir Olga hefur setið í stjórn ÍSÍ síðan 2019 og verið annar varaforseti undanfarin tvö ár. Á þeim tíma, hvaða málum hefurðu helst beitt þér fyrir? „Ég hef aðallega verið inni á afrekssviðinu, mín reynsla undanfarin ár hefur mest verið þar. Við höfum komið að því að auka fjármagnið í afreksíþróttirnar, sem er nú að takast. Við erum allavega kominn með annan fótinn af stað með það þar sem við höfum tryggt okkur fjármagn upp á tæpar sjö hundruð milljónir.“ Fengið góð viðbrögð Olga tilkynnti framboð sitt síðasta föstudag og segir viðbrögðin hafa verið góð. „Mjög góð viðbrögð. Ég hef fengið hvatningu víða að úr hreyfingunni og ég held að það sé út af því að þetta er minn bakgrunnur. Ég er alinn upp og þekki íþróttahreyfinguna út og inn.“ Ekki slagur við Willum Sem stendur hafa aðeins tvö framboð verið tilkynnt en frestur til þess rennur út þann 25. apríl, þremur vikum fyrir ársþingið sem hefst 16. maí. Olga tekur slaginn við Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfara. „Ég vil ekki meina að þetta sé einhver slagur. Hérna eru bara tveir frambjóðendur, frambærilegt fólk að bjóða sína krafta. Við erum virkilega ólík og ég ber mikla virðingu fyrir Willum og mjög ánægð með hans störf undanfarin ár. Ég held að það sé bara sterkt fyrir íþróttahreyfinguna að vera með tvo sterka fulltrúa og ég hef ekki trú á öðru en að fleiri munu bjóða sig fram.“ Viðtal Olgu var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá í spilaranum að ofan. Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
ÍSÍ Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sjá meira