Erlent

Hótelstarfsmenn á Tenerife í verk­falli

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fjöldinn allur af fólki í verkfalli hefur safnast saman fyrir utan hótelið GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga.
Fjöldinn allur af fólki í verkfalli hefur safnast saman fyrir utan hótelið GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Vísir/Tómas

Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni.

Starfsmennirnir leggja niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Tillaga samtakanna, sem í fólst sex prósenta launahækkun og stillanleg rúm, var talin óásættanleg af fulltrúum verkalýðsfélags hótelstarfsmannanna samkvæmt umfjöllun Canarian Weekly.

Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun og getur það haft mikil áhrif á hótelgeirann. Fjöldinn allur af ferðamönnum heimsækir eyjurnar yfir páskana, þar af margir Íslendingar. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar Tenerife.

Mótmælendahópar eru mættir fyrir utan helstu hótel á Tenerife til að vekja athygli á kjaraviðræðum sínum.Vísir/Tómas

Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa sett reglur um lágmarksþjónustu á bilinu fimmtán til 25 prósent á nauðsynlegum svæðum til að þrifum, móttöku, viðhaldi og veitingaþjónustu verði sinnt. Verkalýðsfélögin hafa gagnrýnt þessar reglur og segja þær brjóta gegn grundvallarrétti til verkfalls.

Á sama árstíma í fyrra kom saman hópur íbúa á Tenerife og öðrum eyjum til að mótmæla fjölda ferðamanna á eyjunum. Þá voru um 55 þúsund manns þátt.

Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×