Lífið

„Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viktor er einlægur í þáttunum.
Viktor er einlægur í þáttunum.

„Ég hef glímt við skapgerðarbresti og reiði sem ég var ekki búinn að vinna í og það því miður bitnaði á fjölskyldu, vinum og þáverandi kærasta. Það er svo margt sem ég hefði viljað gera aðeins öðruvísi frá þessum tíma,“ segir Viktor Andersen Heiðdal en fjallað er um Viktor og hans líf í þáttunum Tilbrigði um fegurð á Stöð 2. Viktor er þarna að vísa til ársins 2010.

„Það er svo margt sem ég hefði viljað taka til baka en það eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá.“

Viktor hann hefur farið í ýmiskonar fegrunaraðgerðir á síðustu árum og er oft kallaður aðgerðadrengurinn en það er einmitt umfjöllunarefni þáttanna.

Um er að ræða heimildarþáttaröð sem fylgir lífi Viktors, 35 ára hjúkrunarfræðings sem hefur tileinkað sér fegrunaraðgerðir frá unga aldri. Í þáttunum er dregin upp einlæg og djörf mynd af manni sem glímir við áhrif samfélagslegra væntinga á sjálfsmynd sína.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.