Handbolti

Rekinn út af eftir 36 sekúndur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Ásgeirsson fagnar með markverðinum Björgvini Pál Gústavssyni í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Ásgeirsson fagnar með markverðinum Björgvini Pál Gústavssyni í leik með íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM

Elvar Ásgeirsson, Ágúst Elí Björgvinsson og félagar þeirra í Ribe-Esbjerg fögnuðum flottum þriggja marka heimasigri á Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ribe-Esbjerg vann leikinn 28-25 en þetta var fyrsti leikurinn í fallbaráttudeild úrslitakeppninnar. Ringsted tók tvö stig með sér þangað en Ribe-Esbjerg aðeins eitt. Sigurinn þýðir Ribe-Esbjerg fór upp fyrir Ringsted og upp í efsta sætið.

Elvar var með eitt mark og fjórar stoðsendingar í leiknum en Ágúst Elí náði ekki að verja skot.

Elvar átti samt frekar erfiðan fyrri hálfleik. Hann byrjaði nefnilega á því að vera rekinn út af í tvær mínútur eftir aðeins 36 sekúndur og nýtti síðan aðeins eitt af fimm skotum sínum í fyrri hálfleiknum.

Ágúst byrjaði á bekknum en fékk að reyna við eitt víti í fyrri hálfleiknum.

Ribe-Esbjerg var einu marki yfir í hálfleik, 10-9.

Ágúst Elí reyndi við annað víti í seinni en tókst ekki að verja það. Aðalmarkvörður liðsins, Miklas Kraft, varði átta skot og 26 prósent skota sem á hann komu.

Elvar skaut ekki á markið í seinni hálfleiknum en gaf tvær stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×