Sport

Móðir Ey­glóar af­henti henni sögu­legt EM-gull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Fanndal Sturludóttir fékk gullið frá móður sinni sem afhenti verðlaunin.
Eygló Fanndal Sturludóttir fékk gullið frá móður sinni sem afhenti verðlaunin. Skjámynd/RÚV

Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag Evrópumeistari í mínus 71 kílóa flokki á Evrópumótinu í Ólympískum lyftingum í Moldóvu.

Eygló setti þrenn Norðurlandamet (og þrenn Íslandsmet) og tryggði sér EM-gull fyrst Íslendinga í fullorðinsflokki.

Eygló lyfti mest 109 kílóum í snörun og mest 135 kílóum í jafnhendingu. Hún lyfti því 244 kílóum samanlagt en allt þetta eru ný met.

Harpa Þorláksdóttir, formaður Lyftingasamband Íslands, var á mótinu fyrir hönd íslenska sambandsins og fékk að afhenda verðlaunin.

Harpa er þó meira en formaður Lyftingasambandsins því hún er einnig móðir Eyglóar.

Móðir Eyglóar afhenti henni því þetta sögulegt EM-gull í Moldóvu í dag.


Tengdar fréttir

Eygló Fanndal Evrópumeistari

Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu.

Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta

Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×