Viggó var lang-langmarkahæstur á vellinum með 14 mörk ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Ótrúlegur leikur hjá íslenska landsliðsmanninum.
Andri Már Rúnarsson skoraði fimm mörk þegar Leipzig tapaði með tveggja marka mun gegn Flensburg, lokatölur 31-33. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig.
Erlangen er áfram í fallsæti, nú með 10 stig líkt og Bietigheim sem er sæti ofar. Leipzig er svo í 14. sæti með 17 stig.