Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 11:46 Fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum. Getty/Jakub Porzycki Hollenski ökuþórinn Max Verstappen fengi svimandi háar upphæðir í laun færi svo að hann tæki tilboði Aston Martin um að aka fyrir liðið frá og með næsta ári. Breska blaðið The Telegraph vitnar í La Gazetta dello Sport á Ítalíu og segir að með sádiarabískum stuðningi sé Aston Martin tilbúið að bjóða Verstappen 230 milljónir punda fyrir að keppa fyrir liðið í Formúlu 1 næstu þrjú árin. Það jafngildir tæplega fjörutíu milljörðum íslenskra króna og er skiljanlega lýst sem „tilboði aldarinnar“. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, PIF, á nú þegar 20% hlut í Aston Martin Lagonda og styrkir félagið í gegnum olíurisann Aramco en hefur í hyggju að taka alveg yfir félagið. Peningarnir eru því til staðar og Aston Martin hefur þegar fengið til sín bílahönnuðinn Adrian Newey sem hannaði alla fjóra bílana sem Verstappen vann heimsmeistaratitla sína fyrir Red Bull á. Mikið hefur verið rætt og ritað um það undanfarið hvort Verstappen sé á förum frá Red Bull Racing og þá hvert. „Eins og ég sé þetta þá hafa fjögur lið áhuga á Max Verstappen,“ sagði Ralf Schumacher, fyrrverandi ökuþór og sérfræðingur Sky í Þýskalandi, í vikunni. Þar átti hann við Aston Martin, Mercedes, McLaren og Alpine. Telegraph segir að reglubreytingar sem taki gildi næsta tímabil muni henta Aston Martin og Mercedes, og það gæti hjálpað til við að klófesta Verstappen. Verstappen er líkt og aðrir Formúlu 1 ökumenn nú staddur í Sádi-Arabíu þar sem tímataka fer fram síðdegis í dag en kappaksturinn á morgun, páskadag. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Breska blaðið The Telegraph vitnar í La Gazetta dello Sport á Ítalíu og segir að með sádiarabískum stuðningi sé Aston Martin tilbúið að bjóða Verstappen 230 milljónir punda fyrir að keppa fyrir liðið í Formúlu 1 næstu þrjú árin. Það jafngildir tæplega fjörutíu milljörðum íslenskra króna og er skiljanlega lýst sem „tilboði aldarinnar“. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, PIF, á nú þegar 20% hlut í Aston Martin Lagonda og styrkir félagið í gegnum olíurisann Aramco en hefur í hyggju að taka alveg yfir félagið. Peningarnir eru því til staðar og Aston Martin hefur þegar fengið til sín bílahönnuðinn Adrian Newey sem hannaði alla fjóra bílana sem Verstappen vann heimsmeistaratitla sína fyrir Red Bull á. Mikið hefur verið rætt og ritað um það undanfarið hvort Verstappen sé á förum frá Red Bull Racing og þá hvert. „Eins og ég sé þetta þá hafa fjögur lið áhuga á Max Verstappen,“ sagði Ralf Schumacher, fyrrverandi ökuþór og sérfræðingur Sky í Þýskalandi, í vikunni. Þar átti hann við Aston Martin, Mercedes, McLaren og Alpine. Telegraph segir að reglubreytingar sem taki gildi næsta tímabil muni henta Aston Martin og Mercedes, og það gæti hjálpað til við að klófesta Verstappen. Verstappen er líkt og aðrir Formúlu 1 ökumenn nú staddur í Sádi-Arabíu þar sem tímataka fer fram síðdegis í dag en kappaksturinn á morgun, páskadag.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira