Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 15:08 Fanney Inga Birkisdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir berjast um markmannsstöðuna hjá íslenska landsliðinu í aðdraganda EM. Þær voru báðar á ferðinni í dag. Samsett/BK Häcken/Getty Fanney Inga Birkisdóttir fékk loks sitt fyrsta tækifæri í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og fagnaði sigri með Häcken. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter á Ítalíu og hélt enn á ný hreinu í góðum sigri á Roma. Fanney og Cecilía berjast um stöðu aðalmarkvarðar í íslenska landsliðinu og er samkeppnin hörð. Fanney varði markið í fyrra þegar Ísland vann sig inn á EM en Cecilía hefur svo verið í markinu í Þjóðadeildinni í síðustu leikjum eftir að hafa farið á kostum með Inter á Ítalíu, á meðan að Fanney hefur verið að koma sér fyrir í Svíþjóð og hefja sinn atvinnumannsferil. Eftir að hafa þurft að vera á varamannabekk Häcken fyrstu þrjár umferðir sænsku úrvalsdeildarinnar stóð Fanney Inga í marki liðsins í dag og átti sinn þátt í 3-1 sigri gegn Växjö. Bryndís Arna Níelsdóttir lék fyrsta klukkutímann fyrir Växjö en var skipt af velli skömmu eftir að liðið náði að minnka muninn í 2-1. Þetta var annar sigur Häcken í röð, eftir töp í fyrstu tveimur deildarleikjunum. Áður en deildarkeppnin hófst lék liðið í sænska bikarnum og þar stóð Fanney í markinu, í sigrum sem komu Häcken í undanúrslit sem fram fara 1. maí. Cecilía hélt hreinu gegn Roma Cecilía hefur verið afar dugleg við að halda marki Inter hreinu í vetur og það gerði hún einnig í dag, í 3-0 sigri gegn Roma. Sigurinn styrkir stöðu Inter í 2. sæti ítölsku A-deildarinnar og er liðið nú með 45 stig, fjórum stigum á undan Roma og með leik til góða. Inter á þrjá leiki eftir en Roma aðeins tvo og því allt útlit fyrir að Inter endi í 2. sætinu. Juventus er hins vegar meistari eftir að hafa tryggt sér titilinn í gær með 2-0 sigri gegn AC Milan. Liðið er með 55 stig og á tvo leiki eftir auk bikarúrslitaleiksins við Roma. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Fanney og Cecilía berjast um stöðu aðalmarkvarðar í íslenska landsliðinu og er samkeppnin hörð. Fanney varði markið í fyrra þegar Ísland vann sig inn á EM en Cecilía hefur svo verið í markinu í Þjóðadeildinni í síðustu leikjum eftir að hafa farið á kostum með Inter á Ítalíu, á meðan að Fanney hefur verið að koma sér fyrir í Svíþjóð og hefja sinn atvinnumannsferil. Eftir að hafa þurft að vera á varamannabekk Häcken fyrstu þrjár umferðir sænsku úrvalsdeildarinnar stóð Fanney Inga í marki liðsins í dag og átti sinn þátt í 3-1 sigri gegn Växjö. Bryndís Arna Níelsdóttir lék fyrsta klukkutímann fyrir Växjö en var skipt af velli skömmu eftir að liðið náði að minnka muninn í 2-1. Þetta var annar sigur Häcken í röð, eftir töp í fyrstu tveimur deildarleikjunum. Áður en deildarkeppnin hófst lék liðið í sænska bikarnum og þar stóð Fanney í markinu, í sigrum sem komu Häcken í undanúrslit sem fram fara 1. maí. Cecilía hélt hreinu gegn Roma Cecilía hefur verið afar dugleg við að halda marki Inter hreinu í vetur og það gerði hún einnig í dag, í 3-0 sigri gegn Roma. Sigurinn styrkir stöðu Inter í 2. sæti ítölsku A-deildarinnar og er liðið nú með 45 stig, fjórum stigum á undan Roma og með leik til góða. Inter á þrjá leiki eftir en Roma aðeins tvo og því allt útlit fyrir að Inter endi í 2. sætinu. Juventus er hins vegar meistari eftir að hafa tryggt sér titilinn í gær með 2-0 sigri gegn AC Milan. Liðið er með 55 stig og á tvo leiki eftir auk bikarúrslitaleiksins við Roma.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira