Alexander, sem var aðeins 14 ára þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn í fyrra, fagnaði 15 ára afmæli í síðustu viku. Hann skoraði svo tvö mörk og átti stóran þátt í sjálfsmarki gestanna í Vesturbænum í dag, í 11-0 risasigri KR gegn 5. deildarliði KÁ úr Hafnarfirði.

Alexander var ekki eini táningurinn sem skoraði fyrir KR í dag því hinn 15 ára gamli Sigurður Breki skoraði eitt mark. Hinn 18 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, gerði tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleiknum.
Fyrirliðinn Aron Sigurðarson skoraði einnig tvö mörk og þeir Guðmundur Andri Tryggvason, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson eitt mark hver.
🥛KR 11 - KÁ 0
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025
Mörkin úr leik KR gegn KÁ
⚽️⚽️⚽️Alexander Rafn Pálmason
⚽️⚽️Aron Sigurðarson
⚽️⚽️ Róbert Elís Hlynsson
⚽️Sigurður Breki Kárason
⚽️Luke Rae
⚽️Eiður Gauti Sæbjörnsson
⚽️Guðmundur Andri Tryggvason pic.twitter.com/naWKIp8RUB
Adam Ægir skoraði í fyrsta leik
Við Nettóhöllina í Reykjanesbæ unnu Valsmenn 3-1 sigur gegn Grindavík, eftir að staðan hafði verið jöfn, 1-1, í hálfleik.
Norðmennirnir Marius Lundemo og Markus Nakkim, sem Valur fékk í vetur, skoruðu báðir fyrir Val í dag auk Adams Ægis Pálssonar sem er mættur aftur á Hlíðarenda frá Ítalíu og strax farinn að láta til sín taka. Adam Árni Róbertsson skoraði mark Lengjudeildarliðs Grindavíkur sem nú er fallið úr leik.
🥛Grindavík 1 - 3 Valur
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025
⚽️Marius Lundemo '20
⚽️Adam Árni Róbertsson '45
⚽️Markus Lund Nakkim '49
⚽️ Adam Ægir Pálsson '78 pic.twitter.com/GopqOivRYV
Upplýsingar um markaskorara eru af Fótbolta.net. Af myndbandi má þó sjá að eitt marka KR, sem talið var mark Alexanders Rafns Pálmasonar, var sjálfsmark.