Sigurmark Fram gerði Már Ægisson þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Vuk Oskar Dimitrijevic gat tvöfaldað forystu Fram af vítapunktinum rúmum tíu mínútum síðar en Mathias Rosenörn sá við honum í marki FH.
Þrátt fyrir þungar sóknir undir lok leiks, sem skiluðu meðal annars marki sem var dæmt af vegna rangstöðu, þá tókst FH-ingum ekki að jafna metin og Fram því komið áfram.
🥛🏆Fram 1 - 0 FH
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025
⚽️Már Ægisson '21 pic.twitter.com/GRTgC5HQd5
Á Akureyri var ÍR í heimsókn. Breki Hólm Baldursson kom gestunum yfir strax á annarri mínútu en Clemen Bayiha jafnaði metin aðeins nokkrum mínútum síðar. Sigfús Fannar Gunnarsson kom Þór Ak. yfir áður en fyrri hálfleik lauk og leiddu heimamenn með einu marki í hálfleik.
Það var svo í uppbótartíma sem Peter Ingi Helgason gerði endanlega út um leikinn, lokatölur 3-1 Þór í vil.
🥛🏆Þór Ak. 3 - 1 ÍR
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025
⚽️0-1 Breki Hólm Baldursson '2
⚽️1-1 Clement Bayiha '6
⚽️2-1 Sigfús Fannar Gunnarsson '34
⚽️3-1 Peter Ingi Helgason '93 pic.twitter.com/uFNbseHdQD