„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. apríl 2025 19:04 Brynjar Karl Sigurðsson býður sig fram til forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins. vísir Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu en helst ber að nefna að Brynjar telur sigurlíkurnar litlar, frekar sér hann tækifæri til að opna á mikilvæga umræðu og koma ákveðnum málefnum á framfæri. Þá hafi hann meira vægi sem forsetaframbjóðandi en körfuboltaþjálfari. Stefnumálin sem hann setti fram á Facebook í gærkvöldi voru „satíra og góð leið til að vekja athygli.“ Brynjar er gagnrýninn í garð fráfarandi forseta, Lárusar Blöndal, og líkir honum við mafíósann Al Capone. Sjálfum sér líkti hann við Elliott Ness, lögregluþjóninn sem kom Capone í fangelsi. Þá sagði hann einnig frá sinni reynslu og hefur á ýmsa vankanta að benda eftir áralanga baráttu við valdhafa í íþróttahreyfingunni. Sjá einnig: Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Brynjar segist ekki maður sem lætur aðra ganga í verkin, hann geri það sjálfur og muni ekki skorast undan þegar að íþróttapólitíkinni kemur, sem hann segir engu minna mikilvæg en önnur pólitík. Honum líst illa á mótframbjóðanda sinn Olgu Bjarnadóttur en vel á Willum Þór Þórsson, að því gefnu að tíminn í ríkisstjórn hafi ekki linað gamla þjálfarann. Helst myndi Brynjar vilja að Willum tæki með honum fund og tæki í kjölfarið upp hanskann fyrir hann. Viðtalið við Brynjar má finna í heild sinni í spilaranum að ofan. Hér fyrir neðan má sjá innslag úr Sportpakkanum á Stöð 2 þar sem dregin voru saman helstu atriði. ÍSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Farið var yfir víðan völl í viðtalinu en helst ber að nefna að Brynjar telur sigurlíkurnar litlar, frekar sér hann tækifæri til að opna á mikilvæga umræðu og koma ákveðnum málefnum á framfæri. Þá hafi hann meira vægi sem forsetaframbjóðandi en körfuboltaþjálfari. Stefnumálin sem hann setti fram á Facebook í gærkvöldi voru „satíra og góð leið til að vekja athygli.“ Brynjar er gagnrýninn í garð fráfarandi forseta, Lárusar Blöndal, og líkir honum við mafíósann Al Capone. Sjálfum sér líkti hann við Elliott Ness, lögregluþjóninn sem kom Capone í fangelsi. Þá sagði hann einnig frá sinni reynslu og hefur á ýmsa vankanta að benda eftir áralanga baráttu við valdhafa í íþróttahreyfingunni. Sjá einnig: Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Brynjar segist ekki maður sem lætur aðra ganga í verkin, hann geri það sjálfur og muni ekki skorast undan þegar að íþróttapólitíkinni kemur, sem hann segir engu minna mikilvæg en önnur pólitík. Honum líst illa á mótframbjóðanda sinn Olgu Bjarnadóttur en vel á Willum Þór Þórsson, að því gefnu að tíminn í ríkisstjórn hafi ekki linað gamla þjálfarann. Helst myndi Brynjar vilja að Willum tæki með honum fund og tæki í kjölfarið upp hanskann fyrir hann. Viðtalið við Brynjar má finna í heild sinni í spilaranum að ofan. Hér fyrir neðan má sjá innslag úr Sportpakkanum á Stöð 2 þar sem dregin voru saman helstu atriði.
ÍSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum