Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 20:37 Nærmynd af mannsauganu sem getur numið ýmsa liti. Á því eru þó takmörk en stundum er hægt að blekkja augað til að sjá meira en það getur. Getty Vísindamenn segjast hafa uppgötvað nýjan blágrænan lit sem kallast „olo“ og ekkert auga hefur áður séð. Liturinn fékkst með því að skjóta laser-geisla inn í augu mennskra tilraunadýra og örva þannig frumur í sjónhimnum þeirra. BBC fjallar um uppgötvanirnar sem vísindamennirnir, sem eru frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og UW Medicine, birtu uppgötvanir sínar í tímaritinu Science Advances á föstudag. Ren Ng, einn meðhöfunda rannsóknarinnar og prófessor við Kaliforníuháskóla, segir niðurstöðurnar „eftirtektarverðar“ og telur að þær geti þokað áfram rannsóknum á litblindu. Ng sagði í viðtali við Radio 4 á BBC að liturinn olo væri mettaðri (e. saturated) en „nokkur litur sem þú getur séð í raunheimum“. Styrkur litsins sé meiri nokkurs annars blágræns lits. Keilurnar örvaðar af geislum Rannsóknin fór þannig fram að laser-geisla var skotið inn í sjáaldur annars auga hvers þátttakanda í rannsókninni. Þátttakendurnir voru fimm talsins, fjórir karlar og ein kona, sem allir voru með eðlilega sjón. Af þessum fimm voru þrír meðhöfundar í greininni. Þátttakendurnir horfðu í rannsókninni inn í tæki sem kallast Oz og einkennist af speglum, laser-geislum og sjóntækjum. Oz hafði verið hannað af nokkrum vísindamannanna og var uppfært fyrir rannsóknina. Mynd af auganu og innri hlutum þess.Vísindavefurinn Sjónhimnan er ljósnæm himna í innanverðu auganum, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila. Keilurnar í sjónhimnunni eru þrenns konar: S, M og L, sem stendur fyrir stuttar, miðlungs og langar. Hver þeirra nemur ólíkar bylgjulengdir blás, rauðs og græns litar. Í rannsókninni segir að í venjulegri sýn þá örvi ljós ekki bara M-keilur heldur einnig nálægar S- og L-keilur af því virkni þeirra skarast. Það sem rannsakendurnir gerður var að örva einungis M-keilur „sem í grundvallaratriðum sendir litmerki til heilans sem gerist aldrei í náttúrulegri sjón,“ segir í greininni. Það þýðir að liturinn olo er ekki sjáanlegur berum augum í raunheimum nema með hjálp ákveðinnar örvunar á keilum sjónhimnunnar. Nani með laser-geislann á enninu í leik með Manchester United fyrir mörgum árum. Þátttakendurnir fengu öðruvísi geisla í augaðGetty Deilt um uppgötvun nýs litar Einhverjir vísindamenn hafa þó efast um niðurstöðuna og segja hinn nýja lit frekar túlkunaratriði. John Barbur, prófessor við City St George's-háskóla í Lundúnum, sagði að þó rannsóknin væri „tæknilegt afrek“ í örvun ákveðinna keila þá væri hægt að deila um að í henni fælist uppgötvun nýs litar. Hann tók sem dæmi að ef rauðar L-keilur yrðu örvaðar í stórum stíl myndi fólk „skynja sterkan rauðan“ en skynjunin gæti breyst eftir breytingum á næmni rauðra keilna, ekki ólíkt því sem átti sér stað í rannsókninni. Prófessor Ng segir að það sé „vissulega mjög tæknilega flókið“ að sjá olo en rannsóknarteymið sé að skoða niðurstöðurnar til að komast að því hvaða þýðingu þær kynnu að hafa fyrir litblinda sem eiga erfitt með að greina á milli ákveðinna lita. Vísindi Bandaríkin Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
BBC fjallar um uppgötvanirnar sem vísindamennirnir, sem eru frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og UW Medicine, birtu uppgötvanir sínar í tímaritinu Science Advances á föstudag. Ren Ng, einn meðhöfunda rannsóknarinnar og prófessor við Kaliforníuháskóla, segir niðurstöðurnar „eftirtektarverðar“ og telur að þær geti þokað áfram rannsóknum á litblindu. Ng sagði í viðtali við Radio 4 á BBC að liturinn olo væri mettaðri (e. saturated) en „nokkur litur sem þú getur séð í raunheimum“. Styrkur litsins sé meiri nokkurs annars blágræns lits. Keilurnar örvaðar af geislum Rannsóknin fór þannig fram að laser-geisla var skotið inn í sjáaldur annars auga hvers þátttakanda í rannsókninni. Þátttakendurnir voru fimm talsins, fjórir karlar og ein kona, sem allir voru með eðlilega sjón. Af þessum fimm voru þrír meðhöfundar í greininni. Þátttakendurnir horfðu í rannsókninni inn í tæki sem kallast Oz og einkennist af speglum, laser-geislum og sjóntækjum. Oz hafði verið hannað af nokkrum vísindamannanna og var uppfært fyrir rannsóknina. Mynd af auganu og innri hlutum þess.Vísindavefurinn Sjónhimnan er ljósnæm himna í innanverðu auganum, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila. Keilurnar í sjónhimnunni eru þrenns konar: S, M og L, sem stendur fyrir stuttar, miðlungs og langar. Hver þeirra nemur ólíkar bylgjulengdir blás, rauðs og græns litar. Í rannsókninni segir að í venjulegri sýn þá örvi ljós ekki bara M-keilur heldur einnig nálægar S- og L-keilur af því virkni þeirra skarast. Það sem rannsakendurnir gerður var að örva einungis M-keilur „sem í grundvallaratriðum sendir litmerki til heilans sem gerist aldrei í náttúrulegri sjón,“ segir í greininni. Það þýðir að liturinn olo er ekki sjáanlegur berum augum í raunheimum nema með hjálp ákveðinnar örvunar á keilum sjónhimnunnar. Nani með laser-geislann á enninu í leik með Manchester United fyrir mörgum árum. Þátttakendurnir fengu öðruvísi geisla í augaðGetty Deilt um uppgötvun nýs litar Einhverjir vísindamenn hafa þó efast um niðurstöðuna og segja hinn nýja lit frekar túlkunaratriði. John Barbur, prófessor við City St George's-háskóla í Lundúnum, sagði að þó rannsóknin væri „tæknilegt afrek“ í örvun ákveðinna keila þá væri hægt að deila um að í henni fælist uppgötvun nýs litar. Hann tók sem dæmi að ef rauðar L-keilur yrðu örvaðar í stórum stíl myndi fólk „skynja sterkan rauðan“ en skynjunin gæti breyst eftir breytingum á næmni rauðra keilna, ekki ólíkt því sem átti sér stað í rannsókninni. Prófessor Ng segir að það sé „vissulega mjög tæknilega flókið“ að sjá olo en rannsóknarteymið sé að skoða niðurstöðurnar til að komast að því hvaða þýðingu þær kynnu að hafa fyrir litblinda sem eiga erfitt með að greina á milli ákveðinna lita.
Vísindi Bandaríkin Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira