Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 22:56 Notkun Pete Hegseth á forritinu Signal hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Getty/Omar Havana Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. New York Times greinir frá Signal-spjalli Hegseth og byggir frétt sína á fjórum heimildamönnum sem vita af spjallinu. Upplýsingarnar sem Hegseth deildi í spjallinu voru flugáætlanir F/A-18 Hornets-herþotur yfir Jemen. Svo virðist sem um sé að ræða sömu upplýsingar og Hegseth deildi í öðru Signal-spjalli sem innihélt ritstjóra The Atlantic. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, bætti blaðamanninum óvart inn í spjallið með Hegseth og JD Vance degi fyrir árásir Bandaríkjahers á Húta 15. mars. Fréttirnar vöktu hneykslan meðal Bandaríkjamanna sem furðuðu sig á því að slíkar upplýsingar gætu lekið svo auðveldlega og að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna skyldu ekki nota viðeigandi tryggar boðleiðir. Eiginkona, bróðir og lögfræðingur í spjallinu Ólíkt fyrra spjallinu þá bjó Hegseth til þetta spjall í janúar rétt áður en hann var gerður að ráðherra. Í spjallinu, sem heitir „Defense | Team Huddle,“ eru Jennifer, eiginkona Hegseth og fjöldi annarra úr hans innsta hring. Jennifer Hegseth, eiginkona ráðherrans, er fyrrverandi framleiðandi hjá Fox News. Hún vinnur ekki hjá ráðuneytinu en hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum í opinberum erindagjörðum hans erlendis. Vera hennar á fundum með ráðherranum hefur verið gagnrýnd. Phil Hegseth, bróðir varnarmálaráðherrans, og Tim Parlatore, lögfræðingur Hegseth, vinna báðir í varnarmálaráðuneytinu í Pentagon en hvorugur þeirra er það háttsettur að þeir ættu að búa yfir vitneskju um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers. Enginn „öryggisbrestur“ en viðurkenna tilvist spjallsins Ónefndur embættismaður varnarmálaráðuneytisins neitaði að svara því hvort Hegseth hefði deilt ítarlegum árásarplönum en tók þó fram að það hefði ekki orðið „neinn þjóðaröryggisbrestur“. „Sannleikurinn er að það er óformlegt hópspjall sem varð til fyrir staðfestingu á hans nánustu ráðgjöfum,“ sagði embættismaðurinn við New York times. „Engin trúnaðarmál voru nokkurn tímann rædd á þessu spjalli.“ Sean Parnell, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, hefur ekki tjáð sig um hópspjallið eða svarað fyrirspurnum. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hernaður Jemen Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
New York Times greinir frá Signal-spjalli Hegseth og byggir frétt sína á fjórum heimildamönnum sem vita af spjallinu. Upplýsingarnar sem Hegseth deildi í spjallinu voru flugáætlanir F/A-18 Hornets-herþotur yfir Jemen. Svo virðist sem um sé að ræða sömu upplýsingar og Hegseth deildi í öðru Signal-spjalli sem innihélt ritstjóra The Atlantic. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, bætti blaðamanninum óvart inn í spjallið með Hegseth og JD Vance degi fyrir árásir Bandaríkjahers á Húta 15. mars. Fréttirnar vöktu hneykslan meðal Bandaríkjamanna sem furðuðu sig á því að slíkar upplýsingar gætu lekið svo auðveldlega og að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna skyldu ekki nota viðeigandi tryggar boðleiðir. Eiginkona, bróðir og lögfræðingur í spjallinu Ólíkt fyrra spjallinu þá bjó Hegseth til þetta spjall í janúar rétt áður en hann var gerður að ráðherra. Í spjallinu, sem heitir „Defense | Team Huddle,“ eru Jennifer, eiginkona Hegseth og fjöldi annarra úr hans innsta hring. Jennifer Hegseth, eiginkona ráðherrans, er fyrrverandi framleiðandi hjá Fox News. Hún vinnur ekki hjá ráðuneytinu en hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum í opinberum erindagjörðum hans erlendis. Vera hennar á fundum með ráðherranum hefur verið gagnrýnd. Phil Hegseth, bróðir varnarmálaráðherrans, og Tim Parlatore, lögfræðingur Hegseth, vinna báðir í varnarmálaráðuneytinu í Pentagon en hvorugur þeirra er það háttsettur að þeir ættu að búa yfir vitneskju um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers. Enginn „öryggisbrestur“ en viðurkenna tilvist spjallsins Ónefndur embættismaður varnarmálaráðuneytisins neitaði að svara því hvort Hegseth hefði deilt ítarlegum árásarplönum en tók þó fram að það hefði ekki orðið „neinn þjóðaröryggisbrestur“. „Sannleikurinn er að það er óformlegt hópspjall sem varð til fyrir staðfestingu á hans nánustu ráðgjöfum,“ sagði embættismaðurinn við New York times. „Engin trúnaðarmál voru nokkurn tímann rædd á þessu spjalli.“ Sean Parnell, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, hefur ekki tjáð sig um hópspjallið eða svarað fyrirspurnum.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hernaður Jemen Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira