Þetta var ellefta jafntefli Lyngby í 27 deildarleikjum á tímabilinu. Liðið hefur einungis unnið þrjá leiki og er í ellefta og næstneðsta sæti með tuttugu stig, þremur stigum frá öruggu sæti.
Viborg náði forystunni á 17. mínútu en Frederik Gytkjaer jafnaði fyrir Lyngby stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lyngby-menn fóru því heim með eitt stig.
Sævar, sem er á sínu fjórða tímabili hjá Lyngby, hefur leikið 25 af 27 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu og skorað þrjú mörk.
Næsti leikur Lyngby er gegn Silkeborg á sunnudaginn.