„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2025 19:15 Jóhann Kristinn var létt í leikslok. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 2-1 sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í dag. Tindastóll komst snemma yfir en Þór/KA jafnaði í síðari hálfleik og skoraði skrautlegt sigurmark á lokamínútum leiksins. „Gríðarlegur léttir að hafa náð að finna loksins markið og sigla þessum þremur gríðarlegu mikilvægu stóru stigum úr þessum alveg hrikaleg erfiða leik,” sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, strax eftir leik og sparaði ekki lýsingarorðin. „Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik af því við sáum Tindastól spila fyrsta leikinn í mótinu og ég held að allir ættu að taka Tindastól mjög alvarlega í þessari deild því þær eru ekki bara með mjög flottar viðbætur að utan, heldur eru þær gríðarlega vel skipulagðar og þetta er mjög vel þjálfað lið. Ég held að ekkert lið geti bókað einhver stig á móti þeim, þess vegna erum við gríðarlega ánægðar með að hafa landað þessum torsótta sigri hér í dag.” Hvað tekurðu jákvætt út úr leik liðsins? „Karakter, gríðarlegur karakter, við lendum undir hérna snemma klaufalega og við finnum ekki netið fyrr en bara líður vel á en trúin á verkefninu og samheldnin og þrautseigjan skilaði því að við klóruðum okkur á nöglunum inn í þetta aftur. Bara hrikalega ánægður með mínar stelpur.” Þór/KA lenti oftar en einu sinni í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og var í raun heppið að Tindastóll hafi ekki nýtt sér það betur og refsað með mörkum. „Ég held að allir í lífinu þurfi að vinna í því að gera ekki klaufaleg mistök, hvað sem þú ert að taka þér fyrir hendur, og það komu nokkur móment sérstaklega í byrjun seinni þar sem við svona virkuðum eins og við ætluðum að hleypa þessu upp í tóma þvælu en þær eru bara öflugar fram á við hjá Stólunum og þegar þær fara pressa geta þær sett svolítið svona skjálfta í hnén á leikmönnum sem eru að spila út og mér fannst þær gera þetta vel en á sama tíma gerum við þetta illa en það er bara eins og gengur og gerist.” Leikmannaglugginn er enn opinn og staðfesti Jóhann að nýr leikmaður sé á leið til liðsins. „Já það kemur einn leikmaður hérna sem við getum örugglega staðfest í kringum næsta leik eða eitthvað” Hann vildi þó ekki gefa nánari upplýsingar um viðkomandi en á svörum hans að dæma er sóknarmaður á leiðinni. „Ég vil það ekki akkúrat núna en við höfum verið að lenda í brasi. Sonja (Björg Sigurðardóttir) meiðist með U-19 landsliðinu og Amalía (Árnadóttir), ég er nú svona að telja upp framherjana hjá okkur sem eru ekki heilar, þó Amalía sé að taka flott skref og Sonja vonandi kemur eitthvað á næstunni en við þurfum aðeins að bæta í hjá okkur. Við erum þokkalega vöðvum hlaðin beinagrind eins og er en við þurfum að bæta aðeins í viðbót finnst okkur til þess að geta haldið sjó,” sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
„Gríðarlegur léttir að hafa náð að finna loksins markið og sigla þessum þremur gríðarlegu mikilvægu stóru stigum úr þessum alveg hrikaleg erfiða leik,” sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, strax eftir leik og sparaði ekki lýsingarorðin. „Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik af því við sáum Tindastól spila fyrsta leikinn í mótinu og ég held að allir ættu að taka Tindastól mjög alvarlega í þessari deild því þær eru ekki bara með mjög flottar viðbætur að utan, heldur eru þær gríðarlega vel skipulagðar og þetta er mjög vel þjálfað lið. Ég held að ekkert lið geti bókað einhver stig á móti þeim, þess vegna erum við gríðarlega ánægðar með að hafa landað þessum torsótta sigri hér í dag.” Hvað tekurðu jákvætt út úr leik liðsins? „Karakter, gríðarlegur karakter, við lendum undir hérna snemma klaufalega og við finnum ekki netið fyrr en bara líður vel á en trúin á verkefninu og samheldnin og þrautseigjan skilaði því að við klóruðum okkur á nöglunum inn í þetta aftur. Bara hrikalega ánægður með mínar stelpur.” Þór/KA lenti oftar en einu sinni í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og var í raun heppið að Tindastóll hafi ekki nýtt sér það betur og refsað með mörkum. „Ég held að allir í lífinu þurfi að vinna í því að gera ekki klaufaleg mistök, hvað sem þú ert að taka þér fyrir hendur, og það komu nokkur móment sérstaklega í byrjun seinni þar sem við svona virkuðum eins og við ætluðum að hleypa þessu upp í tóma þvælu en þær eru bara öflugar fram á við hjá Stólunum og þegar þær fara pressa geta þær sett svolítið svona skjálfta í hnén á leikmönnum sem eru að spila út og mér fannst þær gera þetta vel en á sama tíma gerum við þetta illa en það er bara eins og gengur og gerist.” Leikmannaglugginn er enn opinn og staðfesti Jóhann að nýr leikmaður sé á leið til liðsins. „Já það kemur einn leikmaður hérna sem við getum örugglega staðfest í kringum næsta leik eða eitthvað” Hann vildi þó ekki gefa nánari upplýsingar um viðkomandi en á svörum hans að dæma er sóknarmaður á leiðinni. „Ég vil það ekki akkúrat núna en við höfum verið að lenda í brasi. Sonja (Björg Sigurðardóttir) meiðist með U-19 landsliðinu og Amalía (Árnadóttir), ég er nú svona að telja upp framherjana hjá okkur sem eru ekki heilar, þó Amalía sé að taka flott skref og Sonja vonandi kemur eitthvað á næstunni en við þurfum aðeins að bæta í hjá okkur. Við erum þokkalega vöðvum hlaðin beinagrind eins og er en við þurfum að bæta aðeins í viðbót finnst okkur til þess að geta haldið sjó,” sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira