„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2025 20:17 Ekki til króna á Króknum. Vísir/HAG Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er jafnan kallaður, þjálfari Tindastóls, segir það svo sannarlega svíða að liðið fari tómhent heim á Sauðárkrók eftir 2-1 tap gegn Þór/KA. „Það gerir það klárlega. Mér fannst við verðskulda meira heldur en að tapa þessum leik alveg klárlega miðað við vinnuframlagið og baráttuna og færin sem við fáum ofan á það. Ef við tínum allt saman er algjört bull að Þór/KA skyldi vinna þennan leik.” Makala Woods klúðraði dauðafæri til að koma Tindastól í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks sem reyndist dýrkeypt en Þór/KA jafnaði leikinn í næstu sókn. „Það svíður alveg svakalega og Birgitta (Rún Finnbogadóttir) reyndar líka þegar Elísa (Bríet Björnsdóttir) sendir boltann fyrir og Birgitta hittir ekki boltann fyrir opnu marki, það líka sveið, en við þurfum að nýta færin á móti Þór/KA eðlilega, og á móti öllum liðum. Við fáum ekkert rosa mörg færi en við fáum færi, á móti öllum, þannig þá þarf að nýta það. Að sama skapi fannst mér vinnuframlagið stórkostlegt og ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Við áttum frábæran leik og jafntefli mögulega sanngjarnt í endann en mér fannst við ekkert endilega betri en Þór/KA en alls ekki lakari.” Tindastóll gerði Þór/KA erfitt fyrir með góðri pressu og sóttu hratt þegar færi gafst. Leikplanið virtist því vera ganga vel upp. „Ég held að það hafi bara gengið ágætlega. Við pressum reyndar hátt upp á móti öllum liðum alltaf og það gekk bara að mörgu leyti ágætlega. Ég held við höfum sjokkerað þær pínu. Þær unnu okkur 9-0 síðast þegar við spiluðum og það var annað uppi á teningnum í dag sem ég er mjög ánægður með.” Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn eftir rúma viku og er óhætt að segja að Donni geti ekki beðið eftir þeim leik. „Ég held að við værum til í að spila við Stjörnuna á morgun, akkúrat núna, það eru allir alveg brjálaðir eftir þennan leik að hafa tapað á einhverri svona lélegri fyrirgjöf sem endar í fjær horninu. Það svíður svakalega að tapa leik á því en þær verða allar klárar í næsta leik, ég get lofað þér því, og tilbúnar að leiðrétta fyrir þrjú stigin sem við áttum að fá í dag, eða þá allavega eitt.” Donni var að lokum spurður hvort nýr leikmaður yrði fenginn til að styrka liðið fyrir gluggalok og svaraði því skemmtilega: „Ég vildi óska þess að við gætum fengið töluvert af leikmönnum en það er bara ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki, allavega í kvennafótbolta, þannig það er bara staðreynd þannig það verða ekki fengnir fleiri leikmenn geri ég ráð fyrir, ekki nema einhver óvæntur vilji koma og spila frítt.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira
„Það gerir það klárlega. Mér fannst við verðskulda meira heldur en að tapa þessum leik alveg klárlega miðað við vinnuframlagið og baráttuna og færin sem við fáum ofan á það. Ef við tínum allt saman er algjört bull að Þór/KA skyldi vinna þennan leik.” Makala Woods klúðraði dauðafæri til að koma Tindastól í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks sem reyndist dýrkeypt en Þór/KA jafnaði leikinn í næstu sókn. „Það svíður alveg svakalega og Birgitta (Rún Finnbogadóttir) reyndar líka þegar Elísa (Bríet Björnsdóttir) sendir boltann fyrir og Birgitta hittir ekki boltann fyrir opnu marki, það líka sveið, en við þurfum að nýta færin á móti Þór/KA eðlilega, og á móti öllum liðum. Við fáum ekkert rosa mörg færi en við fáum færi, á móti öllum, þannig þá þarf að nýta það. Að sama skapi fannst mér vinnuframlagið stórkostlegt og ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Við áttum frábæran leik og jafntefli mögulega sanngjarnt í endann en mér fannst við ekkert endilega betri en Þór/KA en alls ekki lakari.” Tindastóll gerði Þór/KA erfitt fyrir með góðri pressu og sóttu hratt þegar færi gafst. Leikplanið virtist því vera ganga vel upp. „Ég held að það hafi bara gengið ágætlega. Við pressum reyndar hátt upp á móti öllum liðum alltaf og það gekk bara að mörgu leyti ágætlega. Ég held við höfum sjokkerað þær pínu. Þær unnu okkur 9-0 síðast þegar við spiluðum og það var annað uppi á teningnum í dag sem ég er mjög ánægður með.” Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn eftir rúma viku og er óhætt að segja að Donni geti ekki beðið eftir þeim leik. „Ég held að við værum til í að spila við Stjörnuna á morgun, akkúrat núna, það eru allir alveg brjálaðir eftir þennan leik að hafa tapað á einhverri svona lélegri fyrirgjöf sem endar í fjær horninu. Það svíður svakalega að tapa leik á því en þær verða allar klárar í næsta leik, ég get lofað þér því, og tilbúnar að leiðrétta fyrir þrjú stigin sem við áttum að fá í dag, eða þá allavega eitt.” Donni var að lokum spurður hvort nýr leikmaður yrði fenginn til að styrka liðið fyrir gluggalok og svaraði því skemmtilega: „Ég vildi óska þess að við gætum fengið töluvert af leikmönnum en það er bara ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki, allavega í kvennafótbolta, þannig það er bara staðreynd þannig það verða ekki fengnir fleiri leikmenn geri ég ráð fyrir, ekki nema einhver óvæntur vilji koma og spila frítt.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira