Handbolti

Fram einum sigri frá úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bikarmeistarar Fram eru einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins.
Bikarmeistarar Fram eru einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins. Vísir/Anton Brink

Fram er komið 2-0 yfir gegn FH í rimmu liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.

Eftir þriggja marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik liðanna þurftu Hafnfirðingar að bíta frá sér í kvöld. Sóknarleikur beggja liða var heldur bitlaus og þá sérstaklega þegar mest á reyndi hjá FH-ingum.

Staðan var jöfn 19-19 þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það gerðist hreinlega ekkert hjá gestunum á meðan heimamenn héldu ró sinni, skoruðu þrjú mörk og unnu frábæran sigur. Lokatölur 22-19 og Fram í frábærri stöðu.

Marel Baldvinsson var markahæstur í liði Fram með 6 mörk. Þar á eftir komu Reynir Þór Stefánsson, Ívar Logi Styrmisson, Eiður Rafn Valsson og Kjartan Þór Júlíusson með þrjú mörk hver. Breki Hrafn Árnason varði þá 9 skot í markinu og Arnór Máni Daðason varði tvö skot.

Leonharð Þorgeir Harðarson var markahæstur í liði FH með 4 mörk. Þar á eftir komu Jakob Martin Ásgeirsson, Jón Bjarni Ólafsson og Símon Michael Guðjónsson með 3 mörk hver. Daníel Freyr Andrésson varði 15 skot í markinu og hélt FH inn í leiknum lengi vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×