Í tilkynningu frá aðstandendum dagsins segir að auk forseta mun forseti Rótarý-hreyfingarinnar, Jón Karl Ólafsson, setja daginn formlega . Þeim til halds og trausts verða félagar úr Rótarý hreyfingunni og meðlimir í Plokk á Íslandi.
„Sérstakur gestur setningarinnar verður Elín Birna plokkari frá Eyrarbakka ásamt fleirum í hennar deild sem hjálpa nýliðum af stað í sportinu. Það er Rótarý hreyfingin í samstarfi við Landsvirkjun og Umhverfisráðuneytið sem stendur fyrir Stóra Plokkdeginum.
Fyrsti Stóri plokkdagurinn var haldinn árið 2018 en síðan hefur þessum hátíðisdegi umhverfis og snyrtimennsku vaxið ásmegin við hvert ár sem líður. Um 8 þúsund manns eru þátttakendur í Facebook samfélaginu Plokk á Íslandi, en þar deilir fólk sigurfréttum af átökum sínum við ruslaskrímslið. Öllum sem skipuleggja viðburði í kringum daginn heimilt að nota merki dagsins og myndefni tengt honum til kynningar á verkefnum tengdum plokki og umhverfishreinsun.
Þá fagnar SORPA plokkurum á endurvinnslustöðvum sínum og öllum velkomið að koma með afrakstur plokksins til þeirra í kjölfar dagsins. Þá tekur Reykjavíkurborg við ábendingum á sunnudaginn um hvert sækja megi plokkað rusl í síma 411-8440. Einnig er gott að senda ábendingar um hvar ruslapoka er að finna á ábendingavef borgarinnar. Bílar á vegum borgarinnar verða á ferðinni til að sækja poka frá plokkurum. Fleiri sveitarfélög bjóða upp á svipaða eða sambærilega þjónustu og hægt er að kynna sér það á vef viðkomandi sveitarfélaga eða samfélagsmiðla.
Þau sem ætla að skipuleggja plokk viðburð á Stóra plokkdaginn er bent á að senda upplýsingar á plokk@plokk.is svo hægt sé að geta hans í dagskrá dagsins. Einnig má tengja viðburði á Facebook við “Stóra plokkdaginn” á samfélagsmiðlinum og gera hann þannig að opinberum þátttakanda í dagskránni,“ segir í tilkynningunni.