Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 12:08 Helfararminnisvarðinn í miðborg Berlínar. Nasistar myrtu milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum á heimsstyrjaldarárunum en síðustu eftirlifendurnir eru nú komnir vel til ára sinna. AP/Markus Schreiber Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar. Samtök sem voru stofnuð til þess að halda utan um bótakröfur fórnarlamba helfarinnar á hendur Þýsklandi árið 1952 tóku saman skýrslu um eftirlifendurna sem byggir á lýðfræðilegum gögnum og dánartíðni. Samkvæmt henni deyr líklega um helmingur þeirra sem eftir eru á lífi á næstu sex árum, sjötíu prósent á næstu tíu árum og níutíu prósent á næstu fimmtán árum. Flestir eftirlifendanna eru orðnir ellihrumir. Miðgildisaldurinn er 87 ár og fleiri en 1.400 eftirlifendanna eru meira en hundrað ára gamall. Nasistar drápu um sex milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og hernumndu Póllandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki er ljóst hversu margir lifðu helförina af. Eftir að helförinni lauk voru um 300.000 gyðingar eftir í Póllandi en þeir voru 3,3 milljónir árið 1939, árið sem heimsstyrjöldin hófst með innrás nasista í landið. Í Þýskalandi bjuggu um 560.000 gyðingar þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933. Þeir voru um fimmtán þúsund eftir helförina en hinum hafði annað hvort verið útrýmt eða þeir flúið land. Gestir skoða hlið með áletruninni alræmdu „Vinnan frelsar“ í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Albrecht Weinberg, hundrað ára gamall eftirlifandi helfararinnar frá Þýskalandi, segir AP-fréttastofunni að minningar frá hörmungnum ásæki hann enni, bæði sofandi og vakandi. Hann missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Hann kenndi lengi framhaldsskólanemum um voðaverk nasista en hefur nú áhyggjur af því hver tekur við kyndlinum þegar hann og aðrir eftirlifendur eru farnir yfir móðuna miklu. „Þegar mín kynslóð er ekki lengur í þessum heimi, þegar við hverfum úr þessum heimi, þá getur næsta kynslóð aðeins lesið um þetta í bók,“ segir hann. Greg Schneider, varaforseti Claims Conference-samtakanna sem gerðu, skýrsluna tekur í svipaðan streng. „Við höfum við að þessi hópur eftirlifenda væri sá síðasti, okkar síðasta tækifæri til þess að heyra vitnisburð þeirra frá fyrstu hendi, að verja tíma með þeim, síðasta tækifæri okkar til þess að hitta eftirlifendurna,“ segir hann. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira
Samtök sem voru stofnuð til þess að halda utan um bótakröfur fórnarlamba helfarinnar á hendur Þýsklandi árið 1952 tóku saman skýrslu um eftirlifendurna sem byggir á lýðfræðilegum gögnum og dánartíðni. Samkvæmt henni deyr líklega um helmingur þeirra sem eftir eru á lífi á næstu sex árum, sjötíu prósent á næstu tíu árum og níutíu prósent á næstu fimmtán árum. Flestir eftirlifendanna eru orðnir ellihrumir. Miðgildisaldurinn er 87 ár og fleiri en 1.400 eftirlifendanna eru meira en hundrað ára gamall. Nasistar drápu um sex milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og hernumndu Póllandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki er ljóst hversu margir lifðu helförina af. Eftir að helförinni lauk voru um 300.000 gyðingar eftir í Póllandi en þeir voru 3,3 milljónir árið 1939, árið sem heimsstyrjöldin hófst með innrás nasista í landið. Í Þýskalandi bjuggu um 560.000 gyðingar þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933. Þeir voru um fimmtán þúsund eftir helförina en hinum hafði annað hvort verið útrýmt eða þeir flúið land. Gestir skoða hlið með áletruninni alræmdu „Vinnan frelsar“ í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Albrecht Weinberg, hundrað ára gamall eftirlifandi helfararinnar frá Þýskalandi, segir AP-fréttastofunni að minningar frá hörmungnum ásæki hann enni, bæði sofandi og vakandi. Hann missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Hann kenndi lengi framhaldsskólanemum um voðaverk nasista en hefur nú áhyggjur af því hver tekur við kyndlinum þegar hann og aðrir eftirlifendur eru farnir yfir móðuna miklu. „Þegar mín kynslóð er ekki lengur í þessum heimi, þegar við hverfum úr þessum heimi, þá getur næsta kynslóð aðeins lesið um þetta í bók,“ segir hann. Greg Schneider, varaforseti Claims Conference-samtakanna sem gerðu, skýrsluna tekur í svipaðan streng. „Við höfum við að þessi hópur eftirlifenda væri sá síðasti, okkar síðasta tækifæri til þess að heyra vitnisburð þeirra frá fyrstu hendi, að verja tíma með þeim, síðasta tækifæri okkar til þess að hitta eftirlifendurna,“ segir hann.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira