Hönnun Kjartans á húsinu nýtur sín því vel, en hann er þekktur fyrir hlýja og látlausa hönnun, þar sem náttúrulegt efnisval, mjúk form, góð nýting rýmis skiptu miklu máli. Eigendur hafa viðhaldið upprunalegri hönnun að innan að hluta til sem gefur eigninni mikinn karakter.
Gengið er inn á miðhæð húsinns inn í rúmgott hol sem tengist borðstofu. Þaðan liggur leið upp í bjarta stofu með parketgólfi og stórum gluggum. Útgengt er á suðursvalir sem leiða niður í gróinn garð með pöllum. Eldhúsið er opið að borðstofu, með ljósri viðarinnréttingu og nýlegum tækjum.
Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi með korki á gólfi og góðum skápum. Hjónaherbergið er með útgengi á svalir og á hæðinni er einnig glæsilegt baðherbergi með þakglugga sem hleypir inn fallegri birtu.
Í kjallaranum er rúmgóð þriggja herbergja íbúð með parketi og nýlega endurnýjuðu baðherbergi. Bílskúrinn stendur sér og er fullbúinn.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






