Körfubolti

„LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlut­verkið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leifur Steinn Árnason talar. Maté Dalmay er hissa.
Leifur Steinn Árnason talar. Maté Dalmay er hissa. stöð 2 sport

Leifur Steinn Árnason segir að LeBron James þurfi að gera sér grein fyrir að hann sé ekki lengur aðalmaðurinn í liði Los Angeles Lakers.

LeBron og félagar í Lakers töpuðu fyrir Minnesota Timberwolves, 95-117, í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA. Staða Lakers verður til umræðu í Lögmáli leiksins í kvöld.

Luka Doncic var stigahæstur í liði Lakers með 37 stig en gaf bara eina stoðsendingu. LeBron skoraði nítján stig og Leifur segir að hann eigi að setjast í aftursætið í Lakers-bílnum.

„Ég er bara ósáttur. Lakers var 20-12 yfir og fara að gera eitthvað allt annað af því að LeBron þarf að skora sín tíu plús stig. Luka er búinn að vera með 30-10-9 í seinasta mánuði. Lakers þarf bara að vera Luka-lið og LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið,“ sagði Leifur og vísaði til fyrrverandi samherja Lukas hjá Dallas Mavericks.

„Vandamálið er að LeBron þarf að átta sig á því strax, ekki í leik fimm. LeBron er P. J. Washington fyrir Luka í þessari seríu. Það verður að gerast strax og held ég að það muni gerast.“

Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Luka, LeBron og Lakers

Innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Lögmál leiksins verða sýnd á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×