Kjartan Már Kjartansson verður ekki með Stjörnunni þegar liðið sækir Kára – sem leikur í 2. deildinni – heim í Akraneshöllinni. Kjartan Már fékk beint rautt spjald þegar Stjarnan sló Njarðvík út með dramatískum hætti.
Káramenn verða einnig án leikmanns þar sem Gísli Fannar Ottesen fékk sitt annað gula spjald í keppninni þegar Kári sló út Lengjudeildarlið Fylkis.
KA (A-deild) - Fram (A)
KR (A) - ÍBV(A)
Breiðablik (A) - Vestri (A)
Kári (C) - Stjarnan (A)
Valur (A) - Þróttur R. (B)
ÍA (A) - Afturelding (A)
Selfoss (B) - Þór Ak. (B)
Keflavík (B) - Víkingur Ó. (C)