KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Völsungi í úrslitum Unbroken-deilddarinnar í kvöld. KA vann alla þrjá leiki liðanna í úrslitum. Fyrstu tveir leikir einvígisins enduðu með öruggum 3-0 sigri KA sem vann níu af tíu hrinum í leikjunum þremur.
KA byrjaði vel í kvöld en Völsungur jafnaði metin í næstu hrinu. Var það skammgóður vermir þar sem KA sýndi enga miskunn í kjölfarið, vann næstu tvær hrinur leiksins og tryggði sér sannfærandi sigur. KA því óumdeilanlega besta lið landsins eins og staðan er í dag.
