Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 08:31 Almuth Schult vann Meistaradeildina með liði Wolfsburg. Getty/Boris Streubel Knattspyrnukonan Almuth Schult vann bæði Ólympíugull með þýska landsliðinu og Meistaradeildina með VfL Wolfsburg. Hún segir fótboltaferil sinn hafa endað allt of snemma vegna þess að evrópsku félögin vilji í raun ekki semja við knattspyrnukonur sem eiga börn. Hin 34 ára gamla Schult setti fótboltaskóna upp á hillu í mars, þremur mánuðum eftir að samningur hennar við bandaríska félagið Kansas City Current rann út. Við þekkjum vel sögu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir sem barðist fyrir réttindum sínum sem verðandi móður hjá franska stórliðinu Lyon. Schult er samt á því að evrópsku félögin séu ekki komin enn á þann stað sem þau þurfa að vera þegar kemur að barneignum leikmanna. „Ég tel að félögunum í Evrópu finnist það ekki eðlilegt að knattspyrnukonur eigi börn. Hvort sem að félögin viðurkenni það eða ekki, þetta er bara mitt huglæga mat,“ sagði Almuth Schult í viðtali við Kicker. ESPN segir frá. Fußball spielen und Mutter sein? Für Ex-Nationalspielerin Almuth Schult gibt es damit in Europa noch große Probleme. https://t.co/aSoq2P1Ve4— stern (@sternde) April 22, 2025 „Mörg af þessum félögum halda að það muni þýða vesen og vandræði að vera með mæður í sínu liði en það þarf alls ekki að vera þannig,“ sagði Schult. Schult telur að hún hefði getið spila eitt eða tvö tímabil í viðbót á hæsta stigi en það að hún sé móðir sé aðalástæðan fyrir því að hún fékk ekki nýjan samning. Einu tilboðin voru um að verða þriðji markvörður liðs. „Ég var orðin samningslaus eftir aðra meðgöngu mína. Ekkert félag trúði því að ég gæti hjálpað þeim þrátt fyrir að ég hafi þegar sýnt það og sannað eftir fyrri meðgönguna mína,“ sagði Schult. Schult vann Meistaradeildina með Wolfsburg árið 2014 og Ólympíugull með þýska landsliðinu í Ríó 2016. Hún eignaðist tvíbura árið 2020 og sitt þriðja barn síðan árið 2023. „Ferill minn hefði þróast allt öðruvísi hefði ég fengið sama stuðning í Þýskalandi og ég fékk í Bandaríkjunum,“ sagði Schult. Women’s soccer star Almuth Schult says clubs didn’t want to sign a player with kids https://t.co/mV7TEOXn0F— Hartford Courant (@hartfordcourant) April 22, 2025 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Hin 34 ára gamla Schult setti fótboltaskóna upp á hillu í mars, þremur mánuðum eftir að samningur hennar við bandaríska félagið Kansas City Current rann út. Við þekkjum vel sögu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir sem barðist fyrir réttindum sínum sem verðandi móður hjá franska stórliðinu Lyon. Schult er samt á því að evrópsku félögin séu ekki komin enn á þann stað sem þau þurfa að vera þegar kemur að barneignum leikmanna. „Ég tel að félögunum í Evrópu finnist það ekki eðlilegt að knattspyrnukonur eigi börn. Hvort sem að félögin viðurkenni það eða ekki, þetta er bara mitt huglæga mat,“ sagði Almuth Schult í viðtali við Kicker. ESPN segir frá. Fußball spielen und Mutter sein? Für Ex-Nationalspielerin Almuth Schult gibt es damit in Europa noch große Probleme. https://t.co/aSoq2P1Ve4— stern (@sternde) April 22, 2025 „Mörg af þessum félögum halda að það muni þýða vesen og vandræði að vera með mæður í sínu liði en það þarf alls ekki að vera þannig,“ sagði Schult. Schult telur að hún hefði getið spila eitt eða tvö tímabil í viðbót á hæsta stigi en það að hún sé móðir sé aðalástæðan fyrir því að hún fékk ekki nýjan samning. Einu tilboðin voru um að verða þriðji markvörður liðs. „Ég var orðin samningslaus eftir aðra meðgöngu mína. Ekkert félag trúði því að ég gæti hjálpað þeim þrátt fyrir að ég hafi þegar sýnt það og sannað eftir fyrri meðgönguna mína,“ sagði Schult. Schult vann Meistaradeildina með Wolfsburg árið 2014 og Ólympíugull með þýska landsliðinu í Ríó 2016. Hún eignaðist tvíbura árið 2020 og sitt þriðja barn síðan árið 2023. „Ferill minn hefði þróast allt öðruvísi hefði ég fengið sama stuðning í Þýskalandi og ég fékk í Bandaríkjunum,“ sagði Schult. Women’s soccer star Almuth Schult says clubs didn’t want to sign a player with kids https://t.co/mV7TEOXn0F— Hartford Courant (@hartfordcourant) April 22, 2025
Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira