Erlent

Mikil reiði eftir á­rásina í Kasmír

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hin látnu eru tuttugu og sex hið minnsta. 
Hin látnu eru tuttugu og sex hið minnsta.  AP Photo/Dar Yasin

Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta.

Árásin var gerð í gærkvöldi í bænum Pahalgam í Himalayafjöllunum sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna og er í þeim hluta Kashmír sem Indverjar stjórna. Flestir hinna látnu eru sagðir Indverjar en að minnsta kosti tveir eru útlendingar, einn frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og annar frá Nepal. 

Enn er óljóst hverjir stóðu að baki árásinni en Indverjar og Pakistanar hafa lengi deilt um yfirráð yfir héraðinu og stjórna nú bæði löndin hlutum þess. Fréttaritari BBC á staðnum segir að þarlendir miðlar fullyrði sumir hverjir að hópur vopnaðra manna sem hafi tengsl við pakistanska uppreisnarhópa hafi staðið að baki árásinni en enginn hefur þó lýst ábyrgð á henni á hendur sér. 

Narendra Modi forsætisráðherra Indlands var í opinberri heimsókn til Sádí Arabíu þegar árásin var gerð sem hann hefur nú hætt við og er á heimleið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×