Þetta er spurning sem Viktoría Rós fékk í síðasta þætti af Spurningaspretti. Því næst komu valmöguleikar.
Viktoría þekkti lagið og söng viðlagið og gekk rakleitt að nafni sveitarinnar sem hún hélt að væri rétt svar, Sálin.
En eins og margir vita er rétt svar Nýdönsk. Samkvæmt reglum þáttarins má svara einni spurningun rangt og því náði Viktoría sér aftur á strik eftir þetta umrædda ranga svar og svaraði næstu tveimur rétt eins og sjá má hér að neðan.