Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2025 10:20 Shari Redstone, eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem framleiðir 60 mínútur. Félögin vilja friðþægja bandarísku alríkisstjórnina til þess að koma í gegn risasamruna við Skydance-fjölmiðlasamsteypuna. Vísir/Getty Brotthvarf framleiðanda bandaríska fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í vikunni kom í kjölfar þess að eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, hnýsaðist um umfjöllun þáttarins um Bandaríkjaforseta. Framleiðandinn sagðist ekki lengur hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði í kveðjubréfi til samstarfsmanna sinna. Mikla athygli vakti að Bill Owens, framleiðandi 60 mínútna, sagði af sér og fullyrti að hann hefði tapað sjálfstæði sínu í starfi í vikunni. Stjórnendur CBS og Paramount hefðu gert honum ljóst að hann fengi ekki að stýra þættinum með hag áhorfenda í fyrirrúmi í vikunni. Fréttaskýringarþátturinn hefur gengið hjá CBS í 57 ár. Hræringarnar eiga sér stað í skugga málaferla Bandaríkjaforseta við CBS-sjónvarpsstöðvarinnar vegna umfjöllunar 60 mínútna í kosningabaráttunni í fyrra. Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta CBS útsendingarleyfi vegna umfjöllunar 60 mínútna. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji málsóknina standa á brauðfótum eru stjórnendur Paramount og CBS sagðir vilja semja við forsetann til þess að liðka til fyrir samruna Paramount og fjölmiðlasamsteypunnar Skydance sem bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa til skoðunar. Shari Redstone, eigandi Paramount, er sögð hafa reynt að komast að því hvaða innslög 60 mínútna fjölluðu um Bandaríkjaforseta á undanförnum dögum. Fréttavefurinn Semafor hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi hrundið af stað atburðarásinni sem endaði með brotthvarfi Owens. Talsmaður Redstone neitar því að hún hafi fengið að sjá innslög eða sóst eftir því. Hvorki hún né Paramount hafi ætlað að drepa umfjöllun 60 mínútna. Semafor segir Redstone engu að síður hafa gagnrýnt 60 mínútur bæði opinberlega og á bak við luktar dyr á undanförnum mánuðum. Sú gagnrýni hafi orðið til þess að CBS setti manneskju yfir þáttinn sem hafi farið yfir innslög sem þóttu sérstaklega viðkvæm. Owens hafi farið að þykja afskiptasemi móðurfélagsins á þættinum óþægileg. Fréttaskýringaþátturinn hefur fjallað gagnrýnið um aðgerðir ríkisstjórnar repúblikana frá því að hún tók við í janúar, þar á meðal um stefnu hennar gagnvart Úkraínu og Grænlandi. Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að CBS ætti eftir að „gjalda það dýru verði“ að hafa ráðist á sig. Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Mikla athygli vakti að Bill Owens, framleiðandi 60 mínútna, sagði af sér og fullyrti að hann hefði tapað sjálfstæði sínu í starfi í vikunni. Stjórnendur CBS og Paramount hefðu gert honum ljóst að hann fengi ekki að stýra þættinum með hag áhorfenda í fyrirrúmi í vikunni. Fréttaskýringarþátturinn hefur gengið hjá CBS í 57 ár. Hræringarnar eiga sér stað í skugga málaferla Bandaríkjaforseta við CBS-sjónvarpsstöðvarinnar vegna umfjöllunar 60 mínútna í kosningabaráttunni í fyrra. Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta CBS útsendingarleyfi vegna umfjöllunar 60 mínútna. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji málsóknina standa á brauðfótum eru stjórnendur Paramount og CBS sagðir vilja semja við forsetann til þess að liðka til fyrir samruna Paramount og fjölmiðlasamsteypunnar Skydance sem bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa til skoðunar. Shari Redstone, eigandi Paramount, er sögð hafa reynt að komast að því hvaða innslög 60 mínútna fjölluðu um Bandaríkjaforseta á undanförnum dögum. Fréttavefurinn Semafor hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi hrundið af stað atburðarásinni sem endaði með brotthvarfi Owens. Talsmaður Redstone neitar því að hún hafi fengið að sjá innslög eða sóst eftir því. Hvorki hún né Paramount hafi ætlað að drepa umfjöllun 60 mínútna. Semafor segir Redstone engu að síður hafa gagnrýnt 60 mínútur bæði opinberlega og á bak við luktar dyr á undanförnum mánuðum. Sú gagnrýni hafi orðið til þess að CBS setti manneskju yfir þáttinn sem hafi farið yfir innslög sem þóttu sérstaklega viðkvæm. Owens hafi farið að þykja afskiptasemi móðurfélagsins á þættinum óþægileg. Fréttaskýringaþátturinn hefur fjallað gagnrýnið um aðgerðir ríkisstjórnar repúblikana frá því að hún tók við í janúar, þar á meðal um stefnu hennar gagnvart Úkraínu og Grænlandi. Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að CBS ætti eftir að „gjalda það dýru verði“ að hafa ráðist á sig.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira