Sport

Dag­skráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumar­daginn fyrsta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
DeAndre Kane og félagar í Grindavík þurfa sigur gegn Stjörnunni ef þeir ætla ekki að lenda 2-0 undir í einvígi liðanna.
DeAndre Kane og félagar í Grindavík þurfa sigur gegn Stjörnunni ef þeir ætla ekki að lenda 2-0 undir í einvígi liðanna. vísir/hulda margrét

Ekki vantar beinu útsendingarnar frá hinum ýmsu íþróttaviðburðum í dag, sumardaginn fyrsta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18:45 hefst bein útsending frá öðrum leik Grindavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Stjörnumenn leiða einvígið, 1-0.

Klukkan 21:00 verður farið yfir leik Grindavíkur og Stjörnunnar í Bónus körfuboltakvöldi í Smáranum.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 15:00 verður sýnt beint frá The Chevron Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi.

Klukkan 22:00 hefst aftur bein útsending frá The Chevron Championship.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 15:50 verður sýnt beint frá leik ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta.

Klukkan 19:00 hefst bein útsending frá leik Aftureldingar og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta.

Klukkan 21:25 verður svo farið yfir 3. umferð Bestu deildar karla í Stúkunni.

Vodafone Sport

Klukkan 18:00 verður sýnt beint frá tólfta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti sem fer fram í Liverpool.

Klukkan 22:30 er svo komið að beinni útsendingu frá leik Washington Nationals og Baltimore Orioles í MLB-deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×