Ari hefur nú skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum Elfsborg í deildinni. Liðið er í 3. sæti með tíu stig. Simon Hedlund skoraði sigurmark Elfsborg þegar fjórar mínútur voru eftir.
Daníel Tristan Guðjohnsen lék síðustu þrjár mínúturnar þegar Malmö tapaði fyrir Hammarby, 2-0, á útivelli. Hinn nítján ára Daníel hefur komið við sögu í tveimur deildarleikjum á tímabilinu.
Arnór Sigurðsson lék ekki með Malmö sem er í 6. sæti deildarinnar með átta stig. Liðið er án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum.
Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad sem laut í lægra haldi fyrir Mjällby, 1-3, á heimavelli sínum. Birnir Snær Ingason sat allan tímann á varamannabekknum hjá Halmstad sem er í fimmtánda og næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig.