Körfubolti

Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kíló­metra til að sjá Jón Axel

Sindri Sverrisson skrifar
Aðdáandi Jóns Axels Guðmundssonar á leiknum í Burgos í gærkvöld, með sérstakt skilti sem hún hafði útbúið.
Aðdáandi Jóns Axels Guðmundssonar á leiknum í Burgos í gærkvöld, með sérstakt skilti sem hún hafði útbúið. Mynd/Guðmundur Bragason

Foreldrar hans og ungur, ítalskur aðdáandi voru á meðal þeirra sem gátu glaðst með Jóni Axel Guðmundssyni í gærkvöld þegar lið hans vann sig upp í efstu deild spænska körfuboltans.

Efsta deild Spánar er sennilega þriðja sterkasta körfuboltadeild heims, á eftir NBA og Euroleague, og afreki San Pablo Burgos var því vel fagnað í gær. 

Liðið tryggði sér endanlega toppsæti næstefstu deildar með 87-74 sigri á Fuenlabrada í gær - níunda sigri sínum í röð.

Í hópi stuðningsmanna sem sáu leikinn var ítalska stelpan á myndinni hér að ofan. Sú heitir Viola og heillaðist greinilega af Jóni Axel þegar hann lék listir sínar með VL Pesaro í ítalska körfuboltanum tímabilið 2022-23, áður en hann fór til Spánar.

Samkvæmt sérstöku skilti sem Viola hafði með sér á leikinn í gær þá kom hún nefnilega sérstaklega frá Pesaro til að sjá Jón Axel spila en um 1.800 kílómetra akstur er á milli Pesaro og Burgos.

Jón Axel Guðmundsson með foreldrum sínum og verðlaunagripnum fyrir sigur í næstefstu deild Spánar, LEB Oro eða Gulldeildinni eins og hún nefnist.

Guðmundur Bragason og Stefanía Sigíður Jónsdóttir, foreldrar Jóns Axels, voru einnig á leiknum og hefðu ekki getað hitt á betri stund.

Jón Axel var næststigahæstur hjá San Pablo Burgos í gærkvöld með fjórtán stig og auk þess tók landsliðsmaðurinn sex fráköst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×