„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 14:47 Mist Edvarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ekki hrifnar af þeirri ákvörðun að heimaleikur Þórs/KA við Tindastól skyldi fara fram inni í Boganum í stað Greifavallarins. Stöð 2 Sport Tveir leikir af fimm í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fóru fram innanhúss, í Boganum á Akureyri og Fjarðabyggðarhöllinni. Þetta var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að horfa á leiki inni í þessum höllum, bæði Boganum og Fjarðabyggðarhöllinni,“ sagði Mist Edvardsdóttir umbúðalaust í síðasta þætti en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um hallirnar Fjarðabyggðarhöllin verður heimavöllur nýliða FHL fyrir austan í sumar á meðan að ekki er fullnægjandi aðstaða á öðrum völlum. Þór/KA ákvað svo að byrja tímabil sitt í Boganum á meðan að grasvöllur Þórs er að ná sér eftir veturinn en sérfræðingarnir í Bestu mörkunum furðuðu sig á að leikur liðsins við Tindastól skyldi ekki frekar fara fram á gervigrasvellinum sem karlalið KA spilar sína heimaleiki á. Í þættinum voru sýnd dæmi um það þegar boltinn fór upp í þakið á Boganum svo að stöðva þurfti leik og hefja hann að nýju. „Þetta er bara fáránlegt. Þær fá gott færi af því að boltinn fór upp í loftið í einhverri höll. Mér finnst bara leiðinlegt að horfa á fótbolta svona. Í Fjarðabyggðarhöllinni er þetta líka svo þétt að maður sá ekki hvað var að gerast þegar boltinn var úti við hliðarlínu,“ sagði Mist. Á það var bent að Þór/KA hefði lokið síðasta tímabili á Greifavellinum á KA-svæðinu og velt vöngum yfir því af hverju Akureyringar spiluðu ekki þar núna: „Þetta hlýtur að vera þeirra val. Þau hljóta að hugsa með sér að þeim líði best þarna, með sinn klefa. Eitthvað umhverfi sem leikmenn vilja. Við hin verðum þá bara að bíta í það súra epli,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist greip þá inn í: „Ég skil alveg að þær vilji þetta en ég skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta. Mér finnst þurfa að vera ákveðinn standard á höllunum til að það sé hægt að spila þar.“ Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
„Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að horfa á leiki inni í þessum höllum, bæði Boganum og Fjarðabyggðarhöllinni,“ sagði Mist Edvardsdóttir umbúðalaust í síðasta þætti en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um hallirnar Fjarðabyggðarhöllin verður heimavöllur nýliða FHL fyrir austan í sumar á meðan að ekki er fullnægjandi aðstaða á öðrum völlum. Þór/KA ákvað svo að byrja tímabil sitt í Boganum á meðan að grasvöllur Þórs er að ná sér eftir veturinn en sérfræðingarnir í Bestu mörkunum furðuðu sig á að leikur liðsins við Tindastól skyldi ekki frekar fara fram á gervigrasvellinum sem karlalið KA spilar sína heimaleiki á. Í þættinum voru sýnd dæmi um það þegar boltinn fór upp í þakið á Boganum svo að stöðva þurfti leik og hefja hann að nýju. „Þetta er bara fáránlegt. Þær fá gott færi af því að boltinn fór upp í loftið í einhverri höll. Mér finnst bara leiðinlegt að horfa á fótbolta svona. Í Fjarðabyggðarhöllinni er þetta líka svo þétt að maður sá ekki hvað var að gerast þegar boltinn var úti við hliðarlínu,“ sagði Mist. Á það var bent að Þór/KA hefði lokið síðasta tímabili á Greifavellinum á KA-svæðinu og velt vöngum yfir því af hverju Akureyringar spiluðu ekki þar núna: „Þetta hlýtur að vera þeirra val. Þau hljóta að hugsa með sér að þeim líði best þarna, með sinn klefa. Eitthvað umhverfi sem leikmenn vilja. Við hin verðum þá bara að bíta í það súra epli,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist greip þá inn í: „Ég skil alveg að þær vilji þetta en ég skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta. Mér finnst þurfa að vera ákveðinn standard á höllunum til að það sé hægt að spila þar.“
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira