Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2025 10:31 Þórhildur er himinlifandi með fyrirkomulagið. Þórhildur Magnúsdóttir er menntaður verkfræðingur og hagfræðingur en einnig sambandsmarkþjálfi og jógakennari. Og er hún mjög vinsæl sem slík. Þórhildur er í hjónabandi en er einnig með kærasta og segir hún að allir séu sáttir með það fyrirkomulag. Vala Matt hitti Þórhildi í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. En eiginmaðurinn hefur einnig leyfi til að vera í sambandi við aðra konu og hefur verið í öðrum samböndum auk hjónabandsins og börnin þeirra eru að þeirra sögn fullkomlega sátt við þetta fjölskyldumynstur. Þórhildur er einnig með mjög vinsælar netsíður og hlaðvörp undir nafninu sundur og saman. En Þórhildur heldur einnig vinsæl námskeið og er núna með spennandi ferð til Malaga á suður Spáni 22. apríl þar sem konur geta farið og sett sig almennilega í fyrsta sæti og endurheimt ástina og skapað hamingjuna í sínu lífi og gleðina. „Við hjónin höfum núna verið í það sem við köllum opið samband í átta ár. Við vorum búin að vera saman í tíu ár áður en við ákváðum að breyta sambandinu okkar,“ segir Þórhildur og heldur áfram. „Við höfum verið í sambandi með öðru fólki en aðallega er þetta leið til að upplifa frelsi og fá að vera við sjálf. Ég á núna kærasta, annan heldur en manninn minn. Hann býr ekki á Íslandi og við hittumst af og til og förum og ferðumst eitthvað saman. Þetta getur í rauninni verið hvaða form sem er og þetta er allavega okkar fyrirkomulag núna.“ Pörin bæði á góðri stundu. Hún segir að eiginmaðurinn sé sjálfur ekki í öðru sambandi núna. „Við erum að mörgu leyti mjög ólík. Ég er mun meiri félagsvera og meira extróvert heldur en hann. Ég hef kannski meiri löngun til þess að vera tengjast fleiri einstaklingum. En það er alveg sama frelsi í báðar áttir og hann er bara ekki í sambandi núna,“ segir Þórhildur og bætir við að eiginmaðurinn hafi verið í einhverskonar sambandi við aðrar konur en ekki af sama toga og hún. „Sumir eru alltaf í einhverjum samböndum, aðrir eru oftar einir og við erum bara svo ólík öll. Honum finnst það frábært að ég sé að fara til útlanda til að vera með kærastanum og mikið gleðiefni og hann samgleðst mér. Þeir eiga góða samleið saman og það er ekkert nema gleði með þetta.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Þórhildur fer dýpra yfir málið. Ástin og lífið Ísland í dag Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Og er hún mjög vinsæl sem slík. Þórhildur er í hjónabandi en er einnig með kærasta og segir hún að allir séu sáttir með það fyrirkomulag. Vala Matt hitti Þórhildi í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. En eiginmaðurinn hefur einnig leyfi til að vera í sambandi við aðra konu og hefur verið í öðrum samböndum auk hjónabandsins og börnin þeirra eru að þeirra sögn fullkomlega sátt við þetta fjölskyldumynstur. Þórhildur er einnig með mjög vinsælar netsíður og hlaðvörp undir nafninu sundur og saman. En Þórhildur heldur einnig vinsæl námskeið og er núna með spennandi ferð til Malaga á suður Spáni 22. apríl þar sem konur geta farið og sett sig almennilega í fyrsta sæti og endurheimt ástina og skapað hamingjuna í sínu lífi og gleðina. „Við hjónin höfum núna verið í það sem við köllum opið samband í átta ár. Við vorum búin að vera saman í tíu ár áður en við ákváðum að breyta sambandinu okkar,“ segir Þórhildur og heldur áfram. „Við höfum verið í sambandi með öðru fólki en aðallega er þetta leið til að upplifa frelsi og fá að vera við sjálf. Ég á núna kærasta, annan heldur en manninn minn. Hann býr ekki á Íslandi og við hittumst af og til og förum og ferðumst eitthvað saman. Þetta getur í rauninni verið hvaða form sem er og þetta er allavega okkar fyrirkomulag núna.“ Pörin bæði á góðri stundu. Hún segir að eiginmaðurinn sé sjálfur ekki í öðru sambandi núna. „Við erum að mörgu leyti mjög ólík. Ég er mun meiri félagsvera og meira extróvert heldur en hann. Ég hef kannski meiri löngun til þess að vera tengjast fleiri einstaklingum. En það er alveg sama frelsi í báðar áttir og hann er bara ekki í sambandi núna,“ segir Þórhildur og bætir við að eiginmaðurinn hafi verið í einhverskonar sambandi við aðrar konur en ekki af sama toga og hún. „Sumir eru alltaf í einhverjum samböndum, aðrir eru oftar einir og við erum bara svo ólík öll. Honum finnst það frábært að ég sé að fara til útlanda til að vera með kærastanum og mikið gleðiefni og hann samgleðst mér. Þeir eiga góða samleið saman og það er ekkert nema gleði með þetta.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Þórhildur fer dýpra yfir málið.
Ástin og lífið Ísland í dag Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira