Valdimar verður með í forsetaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. apríl 2025 10:25 Valdimar Leó Friðriksson er sá fjórði sem býður sig fram til forseta. vísir/aðsend Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ. Valdimar er sá fjórði sem býður sig fram til forseta en fresturinn til að tilkynna framboð rennur út í dag. Valdimar hefur mikla reynslu af hinum ýmsu störfum innan íþróttahreyfingarinnar og sömuleiðis stjórnmálastörfum. Í framboðstilkynningunni segir Valdimar að hann leggi „áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land.“ Framboðstilkynningu Valdimars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni. ÍSÍ Tengdar fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira
Valdimar er sá fjórði sem býður sig fram til forseta en fresturinn til að tilkynna framboð rennur út í dag. Valdimar hefur mikla reynslu af hinum ýmsu störfum innan íþróttahreyfingarinnar og sömuleiðis stjórnmálastörfum. Í framboðstilkynningunni segir Valdimar að hann leggi „áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land.“ Framboðstilkynningu Valdimars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni.
Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni.
ÍSÍ Tengdar fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira
„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04
Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31
Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39