„Hann er tekinn út úr leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2025 22:10 Benedikt á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu. „Við fengum okkar sénsa og nýttum þá ekki. Svona er þetta bara stundum, þeir tóku þetta bara og ekkert við því að segja. Það er bara áfram gakk,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Leikur Tindastóls riðlaðist snemma leiks því Sadio Doucoure, lykilmaður í liði Stólanna, fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta. Það mátti heyra á Benedikt að hann var ekki sáttur með villurnar sem Sadio fékk dæmdar á sig. „Við vorum búnir að ná tökum á leiknum og síðan kemur þetta fíaskó sem ég skil ekki ennþá. Það tók okkur smá tíma að vinna okkur út úr því. Við finnum taktinn aftur en hann er tekinn út úr leiknum þegar einhver leikmaður dettur hjá Álftanesi, bara óskiljanlegt,“ sagði Benedikt. „Við gefum okkur samt möguleika á að vinna þennan leik. Það eitt og sér á ekki að verða til þess að við séum ónýtir það sem eftir er leiks. Við vinnum okkur út úr því og Álftanes voru flottir í kvöld eins og þeir eru alltaf hérna og eru búnir að vera síðan í janúar.“ „Vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við“ Benedikt vildi þó ekki dvelja of lengi við leikinn heldur á það sem framundan væri. „Þessi leikur er bara búinn og lærum af mistökum eftir þennan leik. Við verðum klárir í þann næsta og ég vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við og leiðrétti þau líka í næsta leik.“ Benedikt Guðmundsson ákveðinn við sína menn.Vísir/Anton Benedikt var varkár þegar hann var spurður að því hvort honum hefði fundist halla á Tindastól í dómgæslunni og sagði að hann væri auðvitað ekki hlutlaus. „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir en það voru vondar ákvarðanir hjá okkur líka. Ég er alls ekki að fara að kenna dómurunum um þetta, við hefðum getað gert fullt af hlutum miklu betur. Við förum núna og reynum að leiðrétta það fyrir næsta leik.“ Benedikt talaði um það fyrir leik að Stólarnir væru búnir að undirbúa tvenns konar leikplan, Álftanes með og án David Okeke. „Hann er náttúrulega bara góður og var á pari við það sem hann er búinn að gera í betur, hann er með 20 stig og 10 fráköst í vetur og það er erfitt að halda honum mikið undir því. Einhver sóknarfráköst og svona sem við hefðum viljað koma í veg fyrir, við þurfum að stíga hann betur út.“ Framundan er þriðji leikur liðanna sem fram fer norðan heiða á þriðjudag. „Það er bara endurheimt og við komum heim einhvern tíman í nótt og sofum út. Svo byrjum við að grúska fyrir næsta leik, leiðrétta mistök og benda á það sem við gerðum vel. Reyna að bæta frammistöðuna í næsta leik,“ sagði Benedikt að endingu. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Sjá meira
„Við fengum okkar sénsa og nýttum þá ekki. Svona er þetta bara stundum, þeir tóku þetta bara og ekkert við því að segja. Það er bara áfram gakk,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Leikur Tindastóls riðlaðist snemma leiks því Sadio Doucoure, lykilmaður í liði Stólanna, fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta. Það mátti heyra á Benedikt að hann var ekki sáttur með villurnar sem Sadio fékk dæmdar á sig. „Við vorum búnir að ná tökum á leiknum og síðan kemur þetta fíaskó sem ég skil ekki ennþá. Það tók okkur smá tíma að vinna okkur út úr því. Við finnum taktinn aftur en hann er tekinn út úr leiknum þegar einhver leikmaður dettur hjá Álftanesi, bara óskiljanlegt,“ sagði Benedikt. „Við gefum okkur samt möguleika á að vinna þennan leik. Það eitt og sér á ekki að verða til þess að við séum ónýtir það sem eftir er leiks. Við vinnum okkur út úr því og Álftanes voru flottir í kvöld eins og þeir eru alltaf hérna og eru búnir að vera síðan í janúar.“ „Vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við“ Benedikt vildi þó ekki dvelja of lengi við leikinn heldur á það sem framundan væri. „Þessi leikur er bara búinn og lærum af mistökum eftir þennan leik. Við verðum klárir í þann næsta og ég vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við og leiðrétti þau líka í næsta leik.“ Benedikt Guðmundsson ákveðinn við sína menn.Vísir/Anton Benedikt var varkár þegar hann var spurður að því hvort honum hefði fundist halla á Tindastól í dómgæslunni og sagði að hann væri auðvitað ekki hlutlaus. „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir en það voru vondar ákvarðanir hjá okkur líka. Ég er alls ekki að fara að kenna dómurunum um þetta, við hefðum getað gert fullt af hlutum miklu betur. Við förum núna og reynum að leiðrétta það fyrir næsta leik.“ Benedikt talaði um það fyrir leik að Stólarnir væru búnir að undirbúa tvenns konar leikplan, Álftanes með og án David Okeke. „Hann er náttúrulega bara góður og var á pari við það sem hann er búinn að gera í betur, hann er með 20 stig og 10 fráköst í vetur og það er erfitt að halda honum mikið undir því. Einhver sóknarfráköst og svona sem við hefðum viljað koma í veg fyrir, við þurfum að stíga hann betur út.“ Framundan er þriðji leikur liðanna sem fram fer norðan heiða á þriðjudag. „Það er bara endurheimt og við komum heim einhvern tíman í nótt og sofum út. Svo byrjum við að grúska fyrir næsta leik, leiðrétta mistök og benda á það sem við gerðum vel. Reyna að bæta frammistöðuna í næsta leik,“ sagði Benedikt að endingu.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum