„Ég saknaði þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 10:33 Justin James í viðtalinu á háborðinu eftir leikinn. S2 Sport Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn. James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum 84-82 sigri en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Álftaness í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Það er nýr King James mættur til okkur. Þú fékkst afhent nýtt höfuðfat áðan,“ sagði Stefán Árni Pálsson en stuðningsmenn Álftanessliðsins afhentu James kórónu eftir þessa frábæru frammistöðu hans í Forsetahöllinni í gærkvöldi. Klippa: Viðtal við Justin James eftir sigurinn í leik tvö „Það eru frábærir stuðningsmenn hér á Álftanesi og þeir kalla mig King James. Ég veit ekki alveg með þann titil,“ sagði Justin James léttur og hógvær. Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu „Þessi endir á leiknum var fyrir stuðningsfólkið. Við þurftum bara að halda einbeitingunni, hitta úr vítunum okkar og brjóta ekki á þriggja stiga skyttunum þeirra,“ sagði James. „Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu því þeir spiluðu virkilega vel. Þeir eru með góðan þjálfara og fundu lausnir. Ég er viss um að þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði James. Justin James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í 84-82 sigri á Tindastól.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum vel og kominn mjög agressífir inn í leikinn. Það var það sem við lögðum mikla áherslu á fyrir leikinn. Láta finna meira fyrir okkur og það tókst í fyrri hálfleiknum. Við mættum þeim af krafti,“ sagði James. „Við erum með reynslumikið lið og við vitum hvernig skot við viljum taka og þá ekki síst undir lok leikja. Einbeitingin var til staðan fyrir utan nokkur vítaskot,“ sagði James. Hann sagðist hafa mætt fullur sjálfstraust til leiks þrátt fyrir að hafa hitt illa í leik eitt. Andrúmsloftið var frábært „Ég hef alltaf trú á mínum hæfileikum. Þú verður að skjóta boltanum til að skora,“ sagði James. „Andrúmsloftið var frábært í kvöld. Stuðningsfólk Tindastóls sýnir liðinu mikla hollustu og ég sé ástríðuna hjá þeim, bæði á heima- og útivelli. Þeir fylgja liðinu en það gerir líka stuðningsfólk Álftaness,“ sagði James. Honum líður mjög vel á Álftanesinu. Justin James og David Okeke fagna saman í gær en þeir áttu báðir mjög flottan leik.Vísir/Anton Brink „Fólkið á Álftanesi sýnir mér mikla ást og það er frábært fyrir mig að spila á Íslandi í fyrsta skiptið. Ég elska líka liðsfélaga mína. Það kunna allir vel við alla í þessu liði okkar, allir eru með góðan persónuleika og okkur kemur mjög vel saman. Ég elska Álftanes,“ sagði James. David er skrímsli James var einnig mjög ánægður með að endurheimta miðherjann David Okeke sem hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Okeke var með 18 stig og 10 fráköst á 24 mínútum í leiknum. „David er skrímsli en hann var auðvitað að glíma við meiðsli. Hann lætur alltaf til sína taka inn í teig, hvort sem það er í að berjast í fráköstum eða verja körfuna. Ég sagði honum eftir leikinn: Ég saknaði þín,“ sagði James. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum 84-82 sigri en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Álftaness í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Það er nýr King James mættur til okkur. Þú fékkst afhent nýtt höfuðfat áðan,“ sagði Stefán Árni Pálsson en stuðningsmenn Álftanessliðsins afhentu James kórónu eftir þessa frábæru frammistöðu hans í Forsetahöllinni í gærkvöldi. Klippa: Viðtal við Justin James eftir sigurinn í leik tvö „Það eru frábærir stuðningsmenn hér á Álftanesi og þeir kalla mig King James. Ég veit ekki alveg með þann titil,“ sagði Justin James léttur og hógvær. Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu „Þessi endir á leiknum var fyrir stuðningsfólkið. Við þurftum bara að halda einbeitingunni, hitta úr vítunum okkar og brjóta ekki á þriggja stiga skyttunum þeirra,“ sagði James. „Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu því þeir spiluðu virkilega vel. Þeir eru með góðan þjálfara og fundu lausnir. Ég er viss um að þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði James. Justin James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í 84-82 sigri á Tindastól.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum vel og kominn mjög agressífir inn í leikinn. Það var það sem við lögðum mikla áherslu á fyrir leikinn. Láta finna meira fyrir okkur og það tókst í fyrri hálfleiknum. Við mættum þeim af krafti,“ sagði James. „Við erum með reynslumikið lið og við vitum hvernig skot við viljum taka og þá ekki síst undir lok leikja. Einbeitingin var til staðan fyrir utan nokkur vítaskot,“ sagði James. Hann sagðist hafa mætt fullur sjálfstraust til leiks þrátt fyrir að hafa hitt illa í leik eitt. Andrúmsloftið var frábært „Ég hef alltaf trú á mínum hæfileikum. Þú verður að skjóta boltanum til að skora,“ sagði James. „Andrúmsloftið var frábært í kvöld. Stuðningsfólk Tindastóls sýnir liðinu mikla hollustu og ég sé ástríðuna hjá þeim, bæði á heima- og útivelli. Þeir fylgja liðinu en það gerir líka stuðningsfólk Álftaness,“ sagði James. Honum líður mjög vel á Álftanesinu. Justin James og David Okeke fagna saman í gær en þeir áttu báðir mjög flottan leik.Vísir/Anton Brink „Fólkið á Álftanesi sýnir mér mikla ást og það er frábært fyrir mig að spila á Íslandi í fyrsta skiptið. Ég elska líka liðsfélaga mína. Það kunna allir vel við alla í þessu liði okkar, allir eru með góðan persónuleika og okkur kemur mjög vel saman. Ég elska Álftanes,“ sagði James. David er skrímsli James var einnig mjög ánægður með að endurheimta miðherjann David Okeke sem hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Okeke var með 18 stig og 10 fráköst á 24 mínútum í leiknum. „David er skrímsli en hann var auðvitað að glíma við meiðsli. Hann lætur alltaf til sína taka inn í teig, hvort sem það er í að berjast í fráköstum eða verja körfuna. Ég sagði honum eftir leikinn: Ég saknaði þín,“ sagði James. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira