Vigdís Lilja og félagar í Anderlecht töpuðu 1-2 á heimavelli á móti OH Leuven eftir að hafa komist yfir í leiknum. Vigdís var í byrjunarliði Anderlecht en Diljá Ýr Zomers var aftur á móti ekki í hóp hjá Leuven.
Anderlecht komst yfir tveimur mínútum fyrir hálfleik en gestirnir tryggðu sér sigurinn með mörkum á 47. og 61. mínútu.
Anderlecht er enn á toppnum í deildinni en Leuven náði liðinu að stigum með þessum góða endurkomusigri.
Sædís Rún félagar í Vålerenga töpuðu 3-0 á heimavelli á móti Brann og fyrir vikið er Brann komið með sex sitga forskot á þær í toppbaráttunni.
Brann hefur unnið alla sex leiki sína á tímabilinu og það með markatölunni 23-2. Þetta var annað tap Vålerenga í sex leikjum.
Sædís Rún var að venju í byrjunarliði Vålerenga.
Lauren Davidson og Signe Gaupset skoruðu fyrstu tvö mörk Brann, það fyrra kom á 20. mínútu en það síðara á 64. mínútu. Undir lokin bætti Gaupset síðan við sínu öðru marki.