Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. apríl 2025 09:02 Valdimar og Magnús eru með ólíkar áherslur. Vísir/Ívar Tvö mjög ólík framboð til forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins bárust áður en fresturinn til að tilkynna framboð rann út á föstudag. Willum Þór Þórsson, Olga Bjarnadóttir og Brynjar Karl Sigurðsson höfðu þegar tilkynnt framboð en Valdimar Leó Friðriksson og Magnús Ragnarsson bættust við listann á föstudag og frambjóðendur til forseta ÍSÍ verða því alls fimm. Valdimar og Magnús eru tveir ólíkir frambjóðendur. Hrærst innan hreyfingarinnar í áratugi Valdimar situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og hefur síðustu áratugi sinnt ýmsum stjórnunarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar. „Ég hef starfað frá foreldraráði og alla leið upp, tekið að mér ýmis konar rekstur bæði félaga, héraðssambanda og sérsambanda. Það þýðir að það er þekking á öllum þessum rekstri. Ég veit hvar skóginn kreppir, hvað það er sem fólkinu vantar til að geta rekið sig sómasamlega“ segir Valdimar. Ekki innvígður í efri lög ÍSÍ Magnús kveðst hins vegar fjarri því að vera innvígður í efri lög ÍSÍ og segist bjóða sig fram sem fulltrúi grasrótarinnar. „Ég tilheyri ekki þessu stjórnskipulagi ÍSÍ í dag. Ég er formaður Tennissambandsins og hef tekið þátt í almenningsíþróttum í mörg herrans ár, en ég er ekki hluti af þessum öflum sem ráða þarna í dag. Ég er fulltrúi þessara litlu afla í hreyfingunni“ segir Magnús. Hann sækir sína reynslu frekar úr viðskipta- og atvinnulífinu. „Ég þekki þessa viðskiptahlið, að búa til peninga innan hreyfingarinnar og ég held að ÍSÍ vanti þann þátt.“ Mismunandi áherslur Magnús talar fyrir einföldun á skipulagi og í forgangi verður að efla tekjustofna ÍSÍ. „Það þarf náttúrulega að fjármagna hreyfinguna betur og íþróttahreyfingin er komin á þann stað að hún þarf ekkert að standa með einhvern betlistaf. Þetta er orðið einn af máttarstólpum samfélagsins og ég held að allir viðurkenni það“ segir Magnús. Valdimar leggur hins vegar áherslu á meiri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum. „Einhvern tímann var ég kallaður Valdimar styrkur af því að ég hef svo mikinn áhuga á auknu fé frá ríki og sveitarfélögum. Ég átti á sínum tíma hugmyndina að rekstrarstyrk til sérsambanda og ætla að gera tilraunir í ágúst til að tvöfalda hann… Síðan átti ég þátt í að koma á laggirnar ferðasjóði sem er fyrst og fremst hugsaður fyrir landsbyggðina. Þar er kominn tími líka á að tvöfalda. Það verða svona helstu áherslumálin, auk þess að sjálfsögðu að hlúa að sjálfboðaliðunum“ segir Valdimar. Fjallað var um frambjóðendurna tvo í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hér fyrir neðan má svo finna viðtölin við þá í heild sinni þar sem farið er nánar yfir þeirra reynslu og helstu stefnumál. Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Valdimar Leó Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Magnús Ragnarsson ÍSÍ Tengdar fréttir Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir. 26. apríl 2025 17:06 Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Willum Þór Þórsson, Olga Bjarnadóttir og Brynjar Karl Sigurðsson höfðu þegar tilkynnt framboð en Valdimar Leó Friðriksson og Magnús Ragnarsson bættust við listann á föstudag og frambjóðendur til forseta ÍSÍ verða því alls fimm. Valdimar og Magnús eru tveir ólíkir frambjóðendur. Hrærst innan hreyfingarinnar í áratugi Valdimar situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og hefur síðustu áratugi sinnt ýmsum stjórnunarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar. „Ég hef starfað frá foreldraráði og alla leið upp, tekið að mér ýmis konar rekstur bæði félaga, héraðssambanda og sérsambanda. Það þýðir að það er þekking á öllum þessum rekstri. Ég veit hvar skóginn kreppir, hvað það er sem fólkinu vantar til að geta rekið sig sómasamlega“ segir Valdimar. Ekki innvígður í efri lög ÍSÍ Magnús kveðst hins vegar fjarri því að vera innvígður í efri lög ÍSÍ og segist bjóða sig fram sem fulltrúi grasrótarinnar. „Ég tilheyri ekki þessu stjórnskipulagi ÍSÍ í dag. Ég er formaður Tennissambandsins og hef tekið þátt í almenningsíþróttum í mörg herrans ár, en ég er ekki hluti af þessum öflum sem ráða þarna í dag. Ég er fulltrúi þessara litlu afla í hreyfingunni“ segir Magnús. Hann sækir sína reynslu frekar úr viðskipta- og atvinnulífinu. „Ég þekki þessa viðskiptahlið, að búa til peninga innan hreyfingarinnar og ég held að ÍSÍ vanti þann þátt.“ Mismunandi áherslur Magnús talar fyrir einföldun á skipulagi og í forgangi verður að efla tekjustofna ÍSÍ. „Það þarf náttúrulega að fjármagna hreyfinguna betur og íþróttahreyfingin er komin á þann stað að hún þarf ekkert að standa með einhvern betlistaf. Þetta er orðið einn af máttarstólpum samfélagsins og ég held að allir viðurkenni það“ segir Magnús. Valdimar leggur hins vegar áherslu á meiri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum. „Einhvern tímann var ég kallaður Valdimar styrkur af því að ég hef svo mikinn áhuga á auknu fé frá ríki og sveitarfélögum. Ég átti á sínum tíma hugmyndina að rekstrarstyrk til sérsambanda og ætla að gera tilraunir í ágúst til að tvöfalda hann… Síðan átti ég þátt í að koma á laggirnar ferðasjóði sem er fyrst og fremst hugsaður fyrir landsbyggðina. Þar er kominn tími líka á að tvöfalda. Það verða svona helstu áherslumálin, auk þess að sjálfsögðu að hlúa að sjálfboðaliðunum“ segir Valdimar. Fjallað var um frambjóðendurna tvo í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hér fyrir neðan má svo finna viðtölin við þá í heild sinni þar sem farið er nánar yfir þeirra reynslu og helstu stefnumál. Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Valdimar Leó Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Magnús Ragnarsson
ÍSÍ Tengdar fréttir Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir. 26. apríl 2025 17:06 Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir. 26. apríl 2025 17:06
Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02
Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31
„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04