Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. apríl 2025 16:28 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í borginni. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar. Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað betur megi fara í rekstri borgarinnar. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Þegar þetta er ritað hafa 193 tillögur borist í gáttina og kennir þar ýmissa grasa. Bjóða út sorphirðu og selja bílastæðahús Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn. Tillögur hennar eru ellefu og eru þær eftirfarandi: Einfalda miðlæga stjórnsýslu og leggja niður mannréttindaskrifstofu (ríkið hefur tekið við þessu verkefni. Leggja af tvö pólitísk ráð þ.e. stafræna ráðið og mannréttindaráð. Verkefni beggja ráða má finna annan stað innan fagráða borgarinnar. Stofna B-hlutafélag utan um eignir borgarinnar Selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga, dæmi Iðnó, húsnæði Tjarnargötu. Úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús Bjóða út alla sorphirðu borgarinnar Selja malbikunarstöðina Höfða eða selja hluti inn til nágrannasveitarfélaga Endurskoða eignarhald á dótturfyrirtækjum Orkuveitunnar m.t.t. samkeppnissjónarmiða annars vegar og innviða uppbyggingar hinsvegar. Endurskoða algjörlega strúktúr fagsviða m.t.t. millistjórnenda, fagábyrgða og fjármála ábyrgðar. Setja má sér markmið að fækka millistjórnendum um 10%. Endurskoða rekstur safna og menningarhús m.t.t. mögulegra PPP verkefna eða samrekstur við aðrar menningarhús og söfn. Endurhanna allt innkaupaferli borgarinnar. Borga 30 þúsund fyrir ljósaperuskipti Ein tillagan er frá aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra í miðbænum. Hún segir að mikill sparnaður myndi hljótast af því að hafa húsvarðateymi sem gæti sinnt störfum á leikskólum eins og að pússa og mála guggakistu og önnur slík verkefni. „Að kalla til verktaka í hvert skipti sem rukkar þrjátíu þúsund krónur fyrir að skipta um eina ljósaperu er út í hött,“ segir hún, og af því má ráða að slíkt hafi verið venjan hjá Reykjavíkurborg, að minnsta kosti í leikskóla hennar. Fækka borgarfulltrúum og lækka laun Í annarri tillögu er lagt til að borgarfulltrúum verði fækkað aftur í 15 manns, og að laun borgarstjóra verði lækkuð niður í 1,5 milljón á mánuði. Fjölmargar tillögur hafa eitthvað með borgarlínuna að gera, ýmist er lagt til að hætt verði við hana eða framkvæmdum seinkað. „Legg til að hætt verði við borgarlínu,“ segir ein. „Hætta alfarið við BORGARLÍNUNA og þessa fáralegu brú sem sómar sig vel á suðlægum stöðum EKKI á ISLANDI enda eru íslendingar bílaþjóð og mun alltaf verða.....“ segir í annarri tillögu. „Þegar gögn um væntanlega Borgarlínu eru skoðuð virðist áberandi lítið fjallað um kosti, galla og mögulegar úrbætur á núvarandi þjónustu strætó. Það er mjög lítið fjallað um til hvaða ráða á að grípa til að notkun á strætó verði raunverulegur valkostur,“ segir þriðja tillagan um borgarlínuna. Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Tjarnarbíó Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað betur megi fara í rekstri borgarinnar. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Þegar þetta er ritað hafa 193 tillögur borist í gáttina og kennir þar ýmissa grasa. Bjóða út sorphirðu og selja bílastæðahús Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn. Tillögur hennar eru ellefu og eru þær eftirfarandi: Einfalda miðlæga stjórnsýslu og leggja niður mannréttindaskrifstofu (ríkið hefur tekið við þessu verkefni. Leggja af tvö pólitísk ráð þ.e. stafræna ráðið og mannréttindaráð. Verkefni beggja ráða má finna annan stað innan fagráða borgarinnar. Stofna B-hlutafélag utan um eignir borgarinnar Selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga, dæmi Iðnó, húsnæði Tjarnargötu. Úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús Bjóða út alla sorphirðu borgarinnar Selja malbikunarstöðina Höfða eða selja hluti inn til nágrannasveitarfélaga Endurskoða eignarhald á dótturfyrirtækjum Orkuveitunnar m.t.t. samkeppnissjónarmiða annars vegar og innviða uppbyggingar hinsvegar. Endurskoða algjörlega strúktúr fagsviða m.t.t. millistjórnenda, fagábyrgða og fjármála ábyrgðar. Setja má sér markmið að fækka millistjórnendum um 10%. Endurskoða rekstur safna og menningarhús m.t.t. mögulegra PPP verkefna eða samrekstur við aðrar menningarhús og söfn. Endurhanna allt innkaupaferli borgarinnar. Borga 30 þúsund fyrir ljósaperuskipti Ein tillagan er frá aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra í miðbænum. Hún segir að mikill sparnaður myndi hljótast af því að hafa húsvarðateymi sem gæti sinnt störfum á leikskólum eins og að pússa og mála guggakistu og önnur slík verkefni. „Að kalla til verktaka í hvert skipti sem rukkar þrjátíu þúsund krónur fyrir að skipta um eina ljósaperu er út í hött,“ segir hún, og af því má ráða að slíkt hafi verið venjan hjá Reykjavíkurborg, að minnsta kosti í leikskóla hennar. Fækka borgarfulltrúum og lækka laun Í annarri tillögu er lagt til að borgarfulltrúum verði fækkað aftur í 15 manns, og að laun borgarstjóra verði lækkuð niður í 1,5 milljón á mánuði. Fjölmargar tillögur hafa eitthvað með borgarlínuna að gera, ýmist er lagt til að hætt verði við hana eða framkvæmdum seinkað. „Legg til að hætt verði við borgarlínu,“ segir ein. „Hætta alfarið við BORGARLÍNUNA og þessa fáralegu brú sem sómar sig vel á suðlægum stöðum EKKI á ISLANDI enda eru íslendingar bílaþjóð og mun alltaf verða.....“ segir í annarri tillögu. „Þegar gögn um væntanlega Borgarlínu eru skoðuð virðist áberandi lítið fjallað um kosti, galla og mögulegar úrbætur á núvarandi þjónustu strætó. Það er mjög lítið fjallað um til hvaða ráða á að grípa til að notkun á strætó verði raunverulegur valkostur,“ segir þriðja tillagan um borgarlínuna.
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Tjarnarbíó Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira