Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 28. apríl 2025 08:00 Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Skuldahlutfall borgarinnar var 158% samkvæmt ársreikningi 2023 sem er yfir hámarksviðmiði nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi árið 2026. Áætlanir gera ráð fyrir að hlutfallið fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við vorum í meirihluta náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í áætlaðan afgang árið 2024. Ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé að mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Ég hef því tekið saman um 25 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; Samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögurnar verða sendar inn í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hér birtist annar hluti tillögupakkans sem snýr að auknu aðhaldi og forgangsröðun verkefna. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 2: AUKIÐ AÐHALD OG FORGANGSRÖÐUN VERKEFNA - 12 tillögur Tillaga 9 – Endurskoða samninga við verktaka og arkitekta Farið verði í greiningu á samningum borgarinnar við verktaka og arkitekta og meta hvort tilefni sé til þess að draga úr umfangi þeirra og kanna hversu hátt hlutfall þeirra fer í útboð. Meta hvort ekki felist hagræði í því að setja fleiri samninga í útboð með það að markmiði að fá hagstæðari tilboð. Dæmi um útboð sem hefur leitt til hagstæðra kjara er útboð vegna trjáfellinga í Öskjuhlíðinni en með útboðinu sparaði borgin hundruði milljóna króna. Einnig mætti skoða tímamörk samninga og hversu oft slíkir samningar fela í sér opna tékka til útgjalda. Tillaga 10 – Bílastæðastefnan fryst Bílastæðastefnan og fækkun bílastæða verði fryst þar til Borgarlínan hefur hafið akstur. Þannig sparast tími borgarstarfsmanna og fjármagn tímabundið á meðan unnið er að öðrum brýnum verkefnum. Tillaga 11 – Hætta með Hverfið mitt tímabundið Hætta með Hverfið mitt tímabundið þar til fjárhagsstaða borgarinnar er betri. Tillaga 12 – Vetrargarðurinn settur á ís Setja áform um Vetrargarð í Reykjavík á ís þangað til að búið er að létta á skuldum borgarinnar. Tillaga 13 – Kerfið hugsað til langs tíma (með áherslu á forvarnir) Aukið fjármagn verði sett í fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem forvarnir og lýðheilsu og fyrsta stigs þjónustu til að draga úr þeim kostnaði sem hlýst af því af að grípa ekki fyrr inn í vanda barna og ungmenna. Þetta styður einnig við markmið laga um farsæld barna. Með þessu er hægt að minnka kostnaðinn við þjónustu á öðru og þriðja stigi við börn og félags- og virkniþjónustu við fullorðna til langs tíma. Tillaga 14 – Skorður settar við uppfærslur á húsakynnum Verklag við uppfærslur á vinnurýmum og húsakynnum verði endurskoðað og skorður settar við uppfærslur sem ekki brýn nauðsyn er á. Tillaga 15 – Halda betur utan um eignir borgarinnar Stofna B-hlutafélag sem heldur utan um eignir borgarinnar og viðhald á þeim. Tillaga 16 – Auka eftirlit með viðhaldi borgarinnar Eftirlit með viðhaldi í borginni verði eflt með það að markmiði að halda kostnaði við viðhaldsframkvæmdir í lágmarki og tryggja hraðan framgang verklegra framkvæmda. Tillaga 17 – Óháð greining á rekstri fagsviða og málaflokka Fá óháða greiningaraðila til að fara í greiningu á rekstri einstakra sviða og málaflokka með það að markmiði að kanna hvort tækifæri séu að til þess að hagræða í rekstri t.a.m. með því að hætta ólögbundnum verkefnum, minnka yfirbyggingu og fækka stöðugildum. Tillaga 18 – Innkaupin byrja í geymslunum Ráðast þarf í tiltekt í geymslum borgarinnar með það að markmiði að draga úr kostnaði við innkaup og rekstur geymsluhúsnæðis. Farið verði í að skrásetja það sem til er, nýta það sem hægt er og meta hvað er þarft að eiga. Öðru verði komið strax í hringrásarhagkerfið. Tillaga 19 - Fækka eignum borgarinnar Farið verði í kortlagningu á eignum borgarinnar og þær eignir sem óþarfi er fyrir Reykjavíkurborg að eiga verði seldar. Tillaga 20 – Draga úr kostnaði við smávægilegt viðhald Móta verklag um húsverði eða teymi í skólahverfum borgarinnar sem sér um minniháttar viðhald t.a.m. að hengja upp hillur, skipta um ljósaperur og mála minni fleti. Með því væri hægt að tryggja að hugað sé betur að húsakynnum borgarinnar svo sem skólum. Markmiðið er að draga úr kostnaði við verktakakaup vegna smávægilegra viðhaldsverkefna og tryggja að brugðist sé hratt við minniháttar viðhaldsþörf áður en vandamálið verður umfangsmeira. Hluti 1/3 má lesa hér. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Skuldahlutfall borgarinnar var 158% samkvæmt ársreikningi 2023 sem er yfir hámarksviðmiði nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi árið 2026. Áætlanir gera ráð fyrir að hlutfallið fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við vorum í meirihluta náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í áætlaðan afgang árið 2024. Ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé að mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Ég hef því tekið saman um 25 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; Samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögurnar verða sendar inn í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hér birtist annar hluti tillögupakkans sem snýr að auknu aðhaldi og forgangsröðun verkefna. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 2: AUKIÐ AÐHALD OG FORGANGSRÖÐUN VERKEFNA - 12 tillögur Tillaga 9 – Endurskoða samninga við verktaka og arkitekta Farið verði í greiningu á samningum borgarinnar við verktaka og arkitekta og meta hvort tilefni sé til þess að draga úr umfangi þeirra og kanna hversu hátt hlutfall þeirra fer í útboð. Meta hvort ekki felist hagræði í því að setja fleiri samninga í útboð með það að markmiði að fá hagstæðari tilboð. Dæmi um útboð sem hefur leitt til hagstæðra kjara er útboð vegna trjáfellinga í Öskjuhlíðinni en með útboðinu sparaði borgin hundruði milljóna króna. Einnig mætti skoða tímamörk samninga og hversu oft slíkir samningar fela í sér opna tékka til útgjalda. Tillaga 10 – Bílastæðastefnan fryst Bílastæðastefnan og fækkun bílastæða verði fryst þar til Borgarlínan hefur hafið akstur. Þannig sparast tími borgarstarfsmanna og fjármagn tímabundið á meðan unnið er að öðrum brýnum verkefnum. Tillaga 11 – Hætta með Hverfið mitt tímabundið Hætta með Hverfið mitt tímabundið þar til fjárhagsstaða borgarinnar er betri. Tillaga 12 – Vetrargarðurinn settur á ís Setja áform um Vetrargarð í Reykjavík á ís þangað til að búið er að létta á skuldum borgarinnar. Tillaga 13 – Kerfið hugsað til langs tíma (með áherslu á forvarnir) Aukið fjármagn verði sett í fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem forvarnir og lýðheilsu og fyrsta stigs þjónustu til að draga úr þeim kostnaði sem hlýst af því af að grípa ekki fyrr inn í vanda barna og ungmenna. Þetta styður einnig við markmið laga um farsæld barna. Með þessu er hægt að minnka kostnaðinn við þjónustu á öðru og þriðja stigi við börn og félags- og virkniþjónustu við fullorðna til langs tíma. Tillaga 14 – Skorður settar við uppfærslur á húsakynnum Verklag við uppfærslur á vinnurýmum og húsakynnum verði endurskoðað og skorður settar við uppfærslur sem ekki brýn nauðsyn er á. Tillaga 15 – Halda betur utan um eignir borgarinnar Stofna B-hlutafélag sem heldur utan um eignir borgarinnar og viðhald á þeim. Tillaga 16 – Auka eftirlit með viðhaldi borgarinnar Eftirlit með viðhaldi í borginni verði eflt með það að markmiði að halda kostnaði við viðhaldsframkvæmdir í lágmarki og tryggja hraðan framgang verklegra framkvæmda. Tillaga 17 – Óháð greining á rekstri fagsviða og málaflokka Fá óháða greiningaraðila til að fara í greiningu á rekstri einstakra sviða og málaflokka með það að markmiði að kanna hvort tækifæri séu að til þess að hagræða í rekstri t.a.m. með því að hætta ólögbundnum verkefnum, minnka yfirbyggingu og fækka stöðugildum. Tillaga 18 – Innkaupin byrja í geymslunum Ráðast þarf í tiltekt í geymslum borgarinnar með það að markmiði að draga úr kostnaði við innkaup og rekstur geymsluhúsnæðis. Farið verði í að skrásetja það sem til er, nýta það sem hægt er og meta hvað er þarft að eiga. Öðru verði komið strax í hringrásarhagkerfið. Tillaga 19 - Fækka eignum borgarinnar Farið verði í kortlagningu á eignum borgarinnar og þær eignir sem óþarfi er fyrir Reykjavíkurborg að eiga verði seldar. Tillaga 20 – Draga úr kostnaði við smávægilegt viðhald Móta verklag um húsverði eða teymi í skólahverfum borgarinnar sem sér um minniháttar viðhald t.a.m. að hengja upp hillur, skipta um ljósaperur og mála minni fleti. Með því væri hægt að tryggja að hugað sé betur að húsakynnum borgarinnar svo sem skólum. Markmiðið er að draga úr kostnaði við verktakakaup vegna smávægilegra viðhaldsverkefna og tryggja að brugðist sé hratt við minniháttar viðhaldsþörf áður en vandamálið verður umfangsmeira. Hluti 1/3 má lesa hér. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun