Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2025 14:12 Áhorfendur á alþjóðlegu tennismóti í Madrid vafra um í myrkri. Leik var frestað vegna rafmangsleysisins. AP/Manu Fernández Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. Rafmagn byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi að staðartíma í dag. Truflanirnar hafa náð út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Orsakir rafmagnsleysisins liggja ekki fyrir en á meðal þess sem er rannsakað er hvort að tölvuárás hafi valdið því. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri víða, umferðarteppur hafa myndast vegna dauðra umferðarljósa og þá hefur ekki verið hægt að hringja úr farsímum vegna rafmagnsleysisins. Sjúkrahús hafa þurft að reiða sig á varaaflstöðvar til þess að halda áfram starfsemi og víða hefur þurft að bjarga fólki úr lyftum og neðanjarðarlestum sem stöðvuðust þegar rafmagn sló út í dag. Eduardo Prieto, framkvæmdastjóri hjá spænska dreififyrirtækinu Red Eléctrica, segir AP-fréttastofunni að rafmagnsleysið sé fordæmalaust að umfangi. Fátítt er að rafmagni slái út svo víða á Íberíuskaga þar sem um fimmtíu milljónir manna búa. Ekki liggur fyrir hversu margir eru án rafmagns. Fyrirtækið hefur sagt að það gæti tekið sex til tíu klukkustundir að koma rafmagni á aftur alls staðar. Spenna er þó komin aftur á á sunnan- og norðanverðum Íberíuskaganum. Það hefur ekki útilokað að um tölvuárás hafi verið að ræða. Í Portúgal segir netöryggisstofnun landsins að engar vísbendingar séu um að tölvuárás sé orsök rafmagnsleysisins. Þar hefur dreififyrirtæki landsins rakið truflanirnar til biluna í evrópska dreifikerfinu. Umferðaröngþveiti í miðborg Lissabon í Portúgal. Slökknað hefur á umferðarljósum víða um Spán og Portúgal og umferðarhnútar myndast vegna þess.AP/Armando Franca Sitja á neyðarfundum Ríkisstjórnir beggja landa hafa komið saman til neyðarfundar í dag. Þjóðaröryggisráð Spánar var jafnframt kallað saman vegna rafmagnsleysisins. Landsmenn hafa verið hvattir til þess að forðast óþarfa ferðir vegna öngþveitisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist hafa verið í sambandi við bæði spænsk og portúgölsk stjórnvöld vegna ástandsins. Samband evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja vinni að því að komast að rót vandans. Reuters-fréttastofan segir að meiriháttar rafmagnsleysi af þessu tagi sé fátítt í Evrópu. Allur Ítalíuskagi var rafmagnslaus í hálfan sólarhring eftir að tré felldi háspennulínu á milli Sviss og Ítalíu árið 2003. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Rafmagn byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi að staðartíma í dag. Truflanirnar hafa náð út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Orsakir rafmagnsleysisins liggja ekki fyrir en á meðal þess sem er rannsakað er hvort að tölvuárás hafi valdið því. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri víða, umferðarteppur hafa myndast vegna dauðra umferðarljósa og þá hefur ekki verið hægt að hringja úr farsímum vegna rafmagnsleysisins. Sjúkrahús hafa þurft að reiða sig á varaaflstöðvar til þess að halda áfram starfsemi og víða hefur þurft að bjarga fólki úr lyftum og neðanjarðarlestum sem stöðvuðust þegar rafmagn sló út í dag. Eduardo Prieto, framkvæmdastjóri hjá spænska dreififyrirtækinu Red Eléctrica, segir AP-fréttastofunni að rafmagnsleysið sé fordæmalaust að umfangi. Fátítt er að rafmagni slái út svo víða á Íberíuskaga þar sem um fimmtíu milljónir manna búa. Ekki liggur fyrir hversu margir eru án rafmagns. Fyrirtækið hefur sagt að það gæti tekið sex til tíu klukkustundir að koma rafmagni á aftur alls staðar. Spenna er þó komin aftur á á sunnan- og norðanverðum Íberíuskaganum. Það hefur ekki útilokað að um tölvuárás hafi verið að ræða. Í Portúgal segir netöryggisstofnun landsins að engar vísbendingar séu um að tölvuárás sé orsök rafmagnsleysisins. Þar hefur dreififyrirtæki landsins rakið truflanirnar til biluna í evrópska dreifikerfinu. Umferðaröngþveiti í miðborg Lissabon í Portúgal. Slökknað hefur á umferðarljósum víða um Spán og Portúgal og umferðarhnútar myndast vegna þess.AP/Armando Franca Sitja á neyðarfundum Ríkisstjórnir beggja landa hafa komið saman til neyðarfundar í dag. Þjóðaröryggisráð Spánar var jafnframt kallað saman vegna rafmagnsleysisins. Landsmenn hafa verið hvattir til þess að forðast óþarfa ferðir vegna öngþveitisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist hafa verið í sambandi við bæði spænsk og portúgölsk stjórnvöld vegna ástandsins. Samband evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja vinni að því að komast að rót vandans. Reuters-fréttastofan segir að meiriháttar rafmagnsleysi af þessu tagi sé fátítt í Evrópu. Allur Ítalíuskagi var rafmagnslaus í hálfan sólarhring eftir að tré felldi háspennulínu á milli Sviss og Ítalíu árið 2003.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32