Stöð 2 Sport
Klukkan 18.45 er leikur Tindastóls og Álftaness í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta á dagskrá. Staðan í einvíginu er 1-1. Klukkan 21.00 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður leikur kvöldsins gerður upp.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir leik Arsenal og París Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 17.50 mætast Reykjavíkurliðin Víkingur og Þróttur í Bestu deild kvenna í fótbolta. Klukkan 21.30 eru Bestu mörkin á dagskrá.
Vodafone Sport
Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir leik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 hefst svo útsending frá Lundúnum þar sem Arsenal tekur á móti PSG.
Klukkan 22.30 er leikur Orioles og Yankees í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.
Besta deildin
Klukkan 17.50 taka Íslandsmeistarar Breiðabliks á móti nýliðum Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta.