Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 23:02 Fólk frá Indlandi kom saman til að minnast fórnarlamba árásarinnar. EPA Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. Árásin átti sér stað í síðustu viku á vinsælum ferðamannastað í Kashmír héraðinu á yfirráðasvæði Indlands. Flest fórnarlömbin voru indversk en sögðu sjónarvottar að íslömsku vígamennirnir hefðu markvisst ráðist á karlmenn af Hindúatrú. Árásarmennirnir fjórir hafi látið karlmennina fara með íslömsk vers og tóku af lífi þá sem gátu það ekki. Hópurinn Kashmír mótspyrnan tók ábyrgð á árásinni en indversk stjórnvöld grunar að tengsl séu á milli hópsins og Lashkar-e-Taiba, hryðjuverkahóps sem kemur frá Pakistan. Ekki hafa jafn margir látist í skotárás í Kashmír héraðinu í tvo áratugi. Þá hafa ekki jafn margir látist í skotárás á Indlandi síðan árið 2008. Árásin olli hörðum viðbrögðum meðal Indverja sem lokuðu landamærunum á milli Indlands og Pakistan. Auk þess frystu þeir samning við Pakistan um að deila vatni en um áttatíu prósent af vatninu notað í landbúnað í Pakistan kemur frá Indlandi. Einnig hafa pakistanskir diplómatar verið sendir úr landi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, sagði að indversk stjórnvöld ætluðu að fresta samningnum um að deila vatni þar til yfirvöld í Pakistan afneiti og sverji af sér stuðning við framkvæmd hryðjuverka milli landamæra. Indland og Pakistan hafa háð stríð fjórum sinnum síðan árið 1947, tvö af þeim stríðum voru vegna Kashmír héraðsins sem er alveg við Himanlaya fjöllin. Bæði Indland og Pakistan segjast vera með yfirráð yfir héraðinu en í raun eru bæði löndin með yfirráð á hluta af svæðinu auk Kína. Indland Pakistan Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Árásin átti sér stað í síðustu viku á vinsælum ferðamannastað í Kashmír héraðinu á yfirráðasvæði Indlands. Flest fórnarlömbin voru indversk en sögðu sjónarvottar að íslömsku vígamennirnir hefðu markvisst ráðist á karlmenn af Hindúatrú. Árásarmennirnir fjórir hafi látið karlmennina fara með íslömsk vers og tóku af lífi þá sem gátu það ekki. Hópurinn Kashmír mótspyrnan tók ábyrgð á árásinni en indversk stjórnvöld grunar að tengsl séu á milli hópsins og Lashkar-e-Taiba, hryðjuverkahóps sem kemur frá Pakistan. Ekki hafa jafn margir látist í skotárás í Kashmír héraðinu í tvo áratugi. Þá hafa ekki jafn margir látist í skotárás á Indlandi síðan árið 2008. Árásin olli hörðum viðbrögðum meðal Indverja sem lokuðu landamærunum á milli Indlands og Pakistan. Auk þess frystu þeir samning við Pakistan um að deila vatni en um áttatíu prósent af vatninu notað í landbúnað í Pakistan kemur frá Indlandi. Einnig hafa pakistanskir diplómatar verið sendir úr landi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, sagði að indversk stjórnvöld ætluðu að fresta samningnum um að deila vatni þar til yfirvöld í Pakistan afneiti og sverji af sér stuðning við framkvæmd hryðjuverka milli landamæra. Indland og Pakistan hafa háð stríð fjórum sinnum síðan árið 1947, tvö af þeim stríðum voru vegna Kashmír héraðsins sem er alveg við Himanlaya fjöllin. Bæði Indland og Pakistan segjast vera með yfirráð yfir héraðinu en í raun eru bæði löndin með yfirráð á hluta af svæðinu auk Kína.
Indland Pakistan Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira