Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 28. apríl 2025 23:21 Þetta kerti lýsir upp litla verslun í Barselóna meðan rafmagnið er úti. EPA Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. „Það er löng nótt framundan. Við munum halda áfram að vinna að því að koma hlutum aftur í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sanchez. Orkufyrirtæki í Portúgal hefur sagt að það gæti tekið viku að koma rafmagnsmálum aftur í hefðbundið ástand. Rafmagn byrjaði að slá út á Spáni og Portúgal upp úr hádegi að staðartíma í dag, og náðu truflanir um bæði löndin í heild. Orsakir rafmagnsleysisins liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum virðist ástæðan ekki vera tölvuárás. Orsakirnar eru þó til rannsóknar. BBC hefur eftir heimildarmanni að tæknileg bilun hafi komið upp á rafmagnstengingu milli Frakklands og Spánar. „Allt í volli í Madríd“ Már Elíasson, Íslendingur sem býr skammt frá Torrevieja, sagði við fréttastofu að öllu hafi slegið út, og að óvissan hafi verið mikil í dag. „Það er náttúrulega allt lokað. Við fáum ekkert bensín. Það eru engar búðir, engir barir,“ sagði hann. Net- og símasamband hafi í dag verið stopult, og því erfitt að nálgast upplýsingar frá stjórnvöldum. „Í raun og veru verðum við bara að fylgjast með þeim fréttum einhvern veginn sjálf. Hvernig á þetta að berast? Það er allt í volli í Madríd,“ sagði Már. Blikkandi ljós Kristín Helga Gunnarsdóttir, leiðsögumaður með hóp Íslendinga í Bilbao, sagði að sér hafi brugðið þegar öllu sló út, en hún hafi talið að um eitthvað minni háttar hafi verið að ræða. „Við tókum eftir því að búðirnar lokuðu, starfsfólk verslana fór út á götu, posar voru auðvitað dauðir, lögreglan kom og fyllti öll gatnamót, götuvitar hættu að virka,“ sagði Kristín. Rafmagnsleysið þar varði í um klukkustund. „Svo erum við komin hérna út á völl og rétt áðan byrjuðu ljós að blikka og það slökknaði og kviknaði aftur. Nú veit ég ekki hvort völlurinn er að ganga á varaafli eða ekki.“ Spánn Portúgal Orkumál Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
„Það er löng nótt framundan. Við munum halda áfram að vinna að því að koma hlutum aftur í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sanchez. Orkufyrirtæki í Portúgal hefur sagt að það gæti tekið viku að koma rafmagnsmálum aftur í hefðbundið ástand. Rafmagn byrjaði að slá út á Spáni og Portúgal upp úr hádegi að staðartíma í dag, og náðu truflanir um bæði löndin í heild. Orsakir rafmagnsleysisins liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum virðist ástæðan ekki vera tölvuárás. Orsakirnar eru þó til rannsóknar. BBC hefur eftir heimildarmanni að tæknileg bilun hafi komið upp á rafmagnstengingu milli Frakklands og Spánar. „Allt í volli í Madríd“ Már Elíasson, Íslendingur sem býr skammt frá Torrevieja, sagði við fréttastofu að öllu hafi slegið út, og að óvissan hafi verið mikil í dag. „Það er náttúrulega allt lokað. Við fáum ekkert bensín. Það eru engar búðir, engir barir,“ sagði hann. Net- og símasamband hafi í dag verið stopult, og því erfitt að nálgast upplýsingar frá stjórnvöldum. „Í raun og veru verðum við bara að fylgjast með þeim fréttum einhvern veginn sjálf. Hvernig á þetta að berast? Það er allt í volli í Madríd,“ sagði Már. Blikkandi ljós Kristín Helga Gunnarsdóttir, leiðsögumaður með hóp Íslendinga í Bilbao, sagði að sér hafi brugðið þegar öllu sló út, en hún hafi talið að um eitthvað minni háttar hafi verið að ræða. „Við tókum eftir því að búðirnar lokuðu, starfsfólk verslana fór út á götu, posar voru auðvitað dauðir, lögreglan kom og fyllti öll gatnamót, götuvitar hættu að virka,“ sagði Kristín. Rafmagnsleysið þar varði í um klukkustund. „Svo erum við komin hérna út á völl og rétt áðan byrjuðu ljós að blikka og það slökknaði og kviknaði aftur. Nú veit ég ekki hvort völlurinn er að ganga á varaafli eða ekki.“
Spánn Portúgal Orkumál Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira