Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 28. apríl 2025 23:21 Þetta kerti lýsir upp litla verslun í Barselóna meðan rafmagnið er úti. EPA Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. „Það er löng nótt framundan. Við munum halda áfram að vinna að því að koma hlutum aftur í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sanchez. Orkufyrirtæki í Portúgal hefur sagt að það gæti tekið viku að koma rafmagnsmálum aftur í hefðbundið ástand. Rafmagn byrjaði að slá út á Spáni og Portúgal upp úr hádegi að staðartíma í dag, og náðu truflanir um bæði löndin í heild. Orsakir rafmagnsleysisins liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum virðist ástæðan ekki vera tölvuárás. Orsakirnar eru þó til rannsóknar. BBC hefur eftir heimildarmanni að tæknileg bilun hafi komið upp á rafmagnstengingu milli Frakklands og Spánar. „Allt í volli í Madríd“ Már Elíasson, Íslendingur sem býr skammt frá Torrevieja, sagði við fréttastofu að öllu hafi slegið út, og að óvissan hafi verið mikil í dag. „Það er náttúrulega allt lokað. Við fáum ekkert bensín. Það eru engar búðir, engir barir,“ sagði hann. Net- og símasamband hafi í dag verið stopult, og því erfitt að nálgast upplýsingar frá stjórnvöldum. „Í raun og veru verðum við bara að fylgjast með þeim fréttum einhvern veginn sjálf. Hvernig á þetta að berast? Það er allt í volli í Madríd,“ sagði Már. Blikkandi ljós Kristín Helga Gunnarsdóttir, leiðsögumaður með hóp Íslendinga í Bilbao, sagði að sér hafi brugðið þegar öllu sló út, en hún hafi talið að um eitthvað minni háttar hafi verið að ræða. „Við tókum eftir því að búðirnar lokuðu, starfsfólk verslana fór út á götu, posar voru auðvitað dauðir, lögreglan kom og fyllti öll gatnamót, götuvitar hættu að virka,“ sagði Kristín. Rafmagnsleysið þar varði í um klukkustund. „Svo erum við komin hérna út á völl og rétt áðan byrjuðu ljós að blikka og það slökknaði og kviknaði aftur. Nú veit ég ekki hvort völlurinn er að ganga á varaafli eða ekki.“ Spánn Portúgal Orkumál Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira
„Það er löng nótt framundan. Við munum halda áfram að vinna að því að koma hlutum aftur í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sanchez. Orkufyrirtæki í Portúgal hefur sagt að það gæti tekið viku að koma rafmagnsmálum aftur í hefðbundið ástand. Rafmagn byrjaði að slá út á Spáni og Portúgal upp úr hádegi að staðartíma í dag, og náðu truflanir um bæði löndin í heild. Orsakir rafmagnsleysisins liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum virðist ástæðan ekki vera tölvuárás. Orsakirnar eru þó til rannsóknar. BBC hefur eftir heimildarmanni að tæknileg bilun hafi komið upp á rafmagnstengingu milli Frakklands og Spánar. „Allt í volli í Madríd“ Már Elíasson, Íslendingur sem býr skammt frá Torrevieja, sagði við fréttastofu að öllu hafi slegið út, og að óvissan hafi verið mikil í dag. „Það er náttúrulega allt lokað. Við fáum ekkert bensín. Það eru engar búðir, engir barir,“ sagði hann. Net- og símasamband hafi í dag verið stopult, og því erfitt að nálgast upplýsingar frá stjórnvöldum. „Í raun og veru verðum við bara að fylgjast með þeim fréttum einhvern veginn sjálf. Hvernig á þetta að berast? Það er allt í volli í Madríd,“ sagði Már. Blikkandi ljós Kristín Helga Gunnarsdóttir, leiðsögumaður með hóp Íslendinga í Bilbao, sagði að sér hafi brugðið þegar öllu sló út, en hún hafi talið að um eitthvað minni háttar hafi verið að ræða. „Við tókum eftir því að búðirnar lokuðu, starfsfólk verslana fór út á götu, posar voru auðvitað dauðir, lögreglan kom og fyllti öll gatnamót, götuvitar hættu að virka,“ sagði Kristín. Rafmagnsleysið þar varði í um klukkustund. „Svo erum við komin hérna út á völl og rétt áðan byrjuðu ljós að blikka og það slökknaði og kviknaði aftur. Nú veit ég ekki hvort völlurinn er að ganga á varaafli eða ekki.“
Spánn Portúgal Orkumál Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira