Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2025 06:33 Hinn sextugi Mark Carney fagnaði sigri í nótt. Allt bendir til að hann verði áfram forsætisráðherra Kanada. AP Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. Í sigurræðu sinni í nótt sagði Carney, sem er nýtekinn við stjórnartaumunum í flokknum af Justin Trudeau, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á kosningarnar en að það hafi ekki tekist og að það muni aldrei takast. Niðurstaðan er talin ótrúlega góð fyrir Frjálslynda flokkinn sem var í frjálsu falli samkvæmt könnunum fyrir fáeinum mánuðum síðan. Það leiddi til afsagnar Justins Trudeau sem hafði leitt flokkinn og Kanada um tæpt áratugaskeið. Um svipað leyti hóf Trump tollastríð sitt við Kanada og fór einnig að tala um að landið ætti að verða hluti af Bandaríkjunum. Þetta hjálpaði nýja leiðtoganum Carney við að berja í brestina og fá landsmenn til liðs við sig í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir bættu við sig Endanleg úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir en spár gera ráð fyrir að Frjálslyndir hafi náð 167 þingsætum, en 172 þarf til að ná hreinum meirihluta. Sömu spár gera ráð fyrir að Íhaldsmenn hafi náð 145 þingsætum, Bloc Québécois 23 þingsætum og Nýi lýðræðisflokkurinn sjö. Í kosningunum 2021 fengu Frjálslyndir 151 þingsæti, Íhaldsmenn 120, Bloc Québécois 33 og Nýi lýðræðisflokkurinn 24. Stóru flokkarnir, það er Frjálslyndir og Íhaldsmenn, bættu því báðir við sig fylgi en hinir minni misstu mikið fylgi, sér í lagi Nýi lýðræðisflokkurinn. Leiðtogi Íhaldsmanna, Pierre Poilievre, hefur þegar viðurkennt ósigur. Hér er hann með eiginkonu sinni Anaida.AP Hefur viðurkennt ósigur Helsti keppinautur Carney, Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, hefur þegar játað ósigur sinn þrátt fyrir að flokkur hans hafi bætt töluvert við sig. Það dugði ekki til þar sem kjósendur minni flokka fóru á vagn Frjálslynda flokksins og Carney, sem er nýliði í kanadískum stjórnmálum en hann er hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada og Bretlands. Frjálsyndi flokkurinn hefur stýrt minnihlutastjórn síðustu tvö kjörtímabil, með stuðningi frá minni flokkum. Kanada Tengdar fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Í sigurræðu sinni í nótt sagði Carney, sem er nýtekinn við stjórnartaumunum í flokknum af Justin Trudeau, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á kosningarnar en að það hafi ekki tekist og að það muni aldrei takast. Niðurstaðan er talin ótrúlega góð fyrir Frjálslynda flokkinn sem var í frjálsu falli samkvæmt könnunum fyrir fáeinum mánuðum síðan. Það leiddi til afsagnar Justins Trudeau sem hafði leitt flokkinn og Kanada um tæpt áratugaskeið. Um svipað leyti hóf Trump tollastríð sitt við Kanada og fór einnig að tala um að landið ætti að verða hluti af Bandaríkjunum. Þetta hjálpaði nýja leiðtoganum Carney við að berja í brestina og fá landsmenn til liðs við sig í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir bættu við sig Endanleg úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir en spár gera ráð fyrir að Frjálslyndir hafi náð 167 þingsætum, en 172 þarf til að ná hreinum meirihluta. Sömu spár gera ráð fyrir að Íhaldsmenn hafi náð 145 þingsætum, Bloc Québécois 23 þingsætum og Nýi lýðræðisflokkurinn sjö. Í kosningunum 2021 fengu Frjálslyndir 151 þingsæti, Íhaldsmenn 120, Bloc Québécois 33 og Nýi lýðræðisflokkurinn 24. Stóru flokkarnir, það er Frjálslyndir og Íhaldsmenn, bættu því báðir við sig fylgi en hinir minni misstu mikið fylgi, sér í lagi Nýi lýðræðisflokkurinn. Leiðtogi Íhaldsmanna, Pierre Poilievre, hefur þegar viðurkennt ósigur. Hér er hann með eiginkonu sinni Anaida.AP Hefur viðurkennt ósigur Helsti keppinautur Carney, Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, hefur þegar játað ósigur sinn þrátt fyrir að flokkur hans hafi bætt töluvert við sig. Það dugði ekki til þar sem kjósendur minni flokka fóru á vagn Frjálslynda flokksins og Carney, sem er nýliði í kanadískum stjórnmálum en hann er hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada og Bretlands. Frjálsyndi flokkurinn hefur stýrt minnihlutastjórn síðustu tvö kjörtímabil, með stuðningi frá minni flokkum.
Kanada Tengdar fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47
Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58