Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2025 12:00 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Aukning verðbólgu um 0,4 prósentustig á milli mánaða þýðir ekki að verðbólga sé farin aftur á skrið. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka sem segir mælinguna í takti við væntingar og að hún búist ekki við því að hún hafi áhrif á vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands. Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum eða 4,2 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir þessi tíðindi þó ekki þýða að verðbólgan sé farin á skrið að nýju. Aukning sem tengist páskum „Auðvitað er verðbólga að aukast en ég held að við þurfum aðeins að anda með nefinu, það er alveg eðlilegt að hún aukist aðeins á milli einstakra mánaða, svo lengi sem hún er að hjaðna hina mánuðina. Hún er alveg að aukast aðeins meira en við gerðum ráð fyrir og aðrir greiningaraðilar en helsta ástæðan fyrir því er reiknaða húsaleigan sem er leiguverðið, við það er að hækka svolítið á milli mánaða.“ Verðbólga hafi hjaðnað hratt síðan á síðasta ári, þó með undantekningum líkt og nú. „Það er alveg eðlilegt að hún aukist milli einstakra mánaða. Við sáum þetta seinast gerast í júlí, annars hefur hún verið að hjaðna nokkuð hratt og við gerum ráð fyrir að hún haldi áfram að hjaðna, þetta sé svona þessi mánuður þar sem hún aukist lítillega, flugfargjöldin eru til dæmis að hafa þau áhrif, þau eru að hækka svolítið á milli mánaða og það er vegna páska, þannig það er svona árstíðabundin hækkun.“ Gerir enn ráð fyrir lækkun Um er að ræða síðustu verðbólgumælinguna fyrir næsta fund peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem verður 21. maí. Stýrivextir eru nú 7,75 prósent. Bergþóra segist ekki telja að mælingin muni hafa neikvæð áhrif á vaxtalækkunarferlið. „Við erum eins og ég segi að spá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni þótt að ein mæling auki verðbólguna, auðvitað horfir peningastefnunefnd til fleiri þátta, hún horfir til verðbólguvæntinga, hvernig hún er uppsett og svo framvegis, þannig hún er ekki að stressa sig heldur yfir þessu þannig jájá við gerum ráð fyrir að lækkunarferlið haldi áfram, mögulega taka þau minna lækkunarskref og þar finnst okkur 0,25 prósent ekkert ólíklegt.“ Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum eða 4,2 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir þessi tíðindi þó ekki þýða að verðbólgan sé farin á skrið að nýju. Aukning sem tengist páskum „Auðvitað er verðbólga að aukast en ég held að við þurfum aðeins að anda með nefinu, það er alveg eðlilegt að hún aukist aðeins á milli einstakra mánaða, svo lengi sem hún er að hjaðna hina mánuðina. Hún er alveg að aukast aðeins meira en við gerðum ráð fyrir og aðrir greiningaraðilar en helsta ástæðan fyrir því er reiknaða húsaleigan sem er leiguverðið, við það er að hækka svolítið á milli mánaða.“ Verðbólga hafi hjaðnað hratt síðan á síðasta ári, þó með undantekningum líkt og nú. „Það er alveg eðlilegt að hún aukist milli einstakra mánaða. Við sáum þetta seinast gerast í júlí, annars hefur hún verið að hjaðna nokkuð hratt og við gerum ráð fyrir að hún haldi áfram að hjaðna, þetta sé svona þessi mánuður þar sem hún aukist lítillega, flugfargjöldin eru til dæmis að hafa þau áhrif, þau eru að hækka svolítið á milli mánaða og það er vegna páska, þannig það er svona árstíðabundin hækkun.“ Gerir enn ráð fyrir lækkun Um er að ræða síðustu verðbólgumælinguna fyrir næsta fund peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem verður 21. maí. Stýrivextir eru nú 7,75 prósent. Bergþóra segist ekki telja að mælingin muni hafa neikvæð áhrif á vaxtalækkunarferlið. „Við erum eins og ég segi að spá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni þótt að ein mæling auki verðbólguna, auðvitað horfir peningastefnunefnd til fleiri þátta, hún horfir til verðbólguvæntinga, hvernig hún er uppsett og svo framvegis, þannig hún er ekki að stressa sig heldur yfir þessu þannig jájá við gerum ráð fyrir að lækkunarferlið haldi áfram, mögulega taka þau minna lækkunarskref og þar finnst okkur 0,25 prósent ekkert ólíklegt.“
Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira