Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2025 19:37 Lóa Pind, þáttastjórnandi Hvar er best að búa? Stöð 2 Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Víðtækt og sögulegt rafmagnsleysi skall á í Portúgal og á Spáni um hádegisbil í gær en málin voru að langmestu leyti komin í sæmilegt horf snemma í morgun. Mikil ringulreið skapaðist í löndunum tveimur í rafmagnsleysinu og þá sérstaklega í þéttbýlinu. Enn er óljóst hvað olli rafmagnsleysinu en forsvarsmenn raforkufyrirtækisins Red Electrica de España útilokuðu í dag netárás. Forsætisáðherra Portúgal biðlaði í dag til Evrópusambandsins um að framkvæma sjálfstæða rannsókn á raforkukerfum ríkjanna tveggja. Runnu á Lóu tvær grímur þegar nettengingin rofnaði Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Valdimarssyni, hluta úr ári í spænsku þorpi í Andalúsíu. Hún kippti sér ekkert upp við að rafmagnið færi af í hádeginu í gær en það fóru að renna á hana tvær grímur þegar tengingin við internetið lognaðist út af. „Ég var náttúrulega alltaf að uppfæra fréttasíðurnar – það síðasta sem ég sá var að það var allt í kaos í Madríd, menn vissu greinilega ekkert hvað var í gangi. Það var búið að setja Spán á neyðarstig, það var fundur í þjóðaröryggisráðinu á Spáni og svo fer netið og síminn og útvarpið fór líka. Við erum svo háð netinu og rafmagninu, við vorum ekki með neitt útvarpstæki í húsinu en það var bensín á bílnum, sem betur fer, þannig að við gátum kveikt á bílnum og athugað útvarpið þar en það kom bara suð á öllum stöðum.“ Heimsendastemning í búðinni Hjónin héldu því næst upp í þorpið sitt í von um að fá einhver svör en tóku eftir því að opið var í matvöruverslun þrátt fyrir að þar inni væri svarta myrkur. „Það var alveg heimsendastemning inni í versluninni því fólk var bara að raða niðursuðudósum og matvöru sem þurfti ekki að elda ofan í innkaupakröfurnar.“ Fólkið í þorpinu virtist ekki hafa nein svör en alls kyns orðrómur var kominn á kreik. „Okkur var sagt að rafmagnið væri líka farið í Frakklandi, það væri farið í Þýskalandi, Belgíu, Finnlandi, Svartfjallalandi, Belgíu og út um allt.“ Óvissan hafi verið algjör og engin skilaboð frá yfirvöldum bárust. Upplifði sömu tilfinningu og þegar Geir bað Guð að blessa Ísland „Það er rosalega skrítin tilfinning að vera ekki í neinu sambandi við umheiminn og af því við lifum á svolítið viðsjárverðum tímum, maður veit aldrei hvað helstu valdamenn í heiminum taka sér fyrir hendur. Það voru bara milljón sviðsmyndir sem teiknuðust upp í höfðinu á manni því við vissum ekkert, Það var ekkert útvarp, það var engin tilkynning. Það voru engar upplýsingar frá yfirvöldum um hvað væri í gangi þannig að það sem manni fannst eiginlega líklegast var að það væri einhvers konar hryðjuverk, jafnvel einhvers konar árás á Evrópu eða hvað eina, ég fylltist óöryggistilfinningu, svolítið svipaða og ég fylltist 6. október 2008 þegar ég sat í Alþingishúsinu og hlustaði á Geir biðja Guð að blessa Ísland.“ Spyr hvort stjórnvöld hafi ekkert varaplan Margar spurningar séu enn ósvaraðar eftir þennan atburð. Það hafi verið hræðilegt að vera tímunum saman án allra samskipta við umheiminn. Stjórnvöld verði að hafa leið til að koma boðum áleiðis til fólksins. „Er ekkert plan B til að ná sambandi við fólk? Það hlýtur að þurfa að vera einhvers konar innviðir sem eru óháðir þessu almannakerfi sem við notum dagsdaglega en þegar eitthvað gerist sem kemur í veg fyrir að við getum notað okkar venjulega kerfi þá hlýtur að vera einhver önnur leið til að koma upplýsingum til almennings,“ segir Lóa. Í nótt, vöknuðu þau hjónin við að ljósin kviknuðu og viftan fór í gang og markaði endalok rafmagnsleysisins. „En svo vaknar maður bara við nýjan dýrðardag í Andalúsíu og heimurinn er æðislegur aftur,“ segir Lóa alsæl með „hitt“ heimilið sitt. Spánn Almannavarnir Portúgal Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Víðtækt og sögulegt rafmagnsleysi skall á í Portúgal og á Spáni um hádegisbil í gær en málin voru að langmestu leyti komin í sæmilegt horf snemma í morgun. Mikil ringulreið skapaðist í löndunum tveimur í rafmagnsleysinu og þá sérstaklega í þéttbýlinu. Enn er óljóst hvað olli rafmagnsleysinu en forsvarsmenn raforkufyrirtækisins Red Electrica de España útilokuðu í dag netárás. Forsætisáðherra Portúgal biðlaði í dag til Evrópusambandsins um að framkvæma sjálfstæða rannsókn á raforkukerfum ríkjanna tveggja. Runnu á Lóu tvær grímur þegar nettengingin rofnaði Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Valdimarssyni, hluta úr ári í spænsku þorpi í Andalúsíu. Hún kippti sér ekkert upp við að rafmagnið færi af í hádeginu í gær en það fóru að renna á hana tvær grímur þegar tengingin við internetið lognaðist út af. „Ég var náttúrulega alltaf að uppfæra fréttasíðurnar – það síðasta sem ég sá var að það var allt í kaos í Madríd, menn vissu greinilega ekkert hvað var í gangi. Það var búið að setja Spán á neyðarstig, það var fundur í þjóðaröryggisráðinu á Spáni og svo fer netið og síminn og útvarpið fór líka. Við erum svo háð netinu og rafmagninu, við vorum ekki með neitt útvarpstæki í húsinu en það var bensín á bílnum, sem betur fer, þannig að við gátum kveikt á bílnum og athugað útvarpið þar en það kom bara suð á öllum stöðum.“ Heimsendastemning í búðinni Hjónin héldu því næst upp í þorpið sitt í von um að fá einhver svör en tóku eftir því að opið var í matvöruverslun þrátt fyrir að þar inni væri svarta myrkur. „Það var alveg heimsendastemning inni í versluninni því fólk var bara að raða niðursuðudósum og matvöru sem þurfti ekki að elda ofan í innkaupakröfurnar.“ Fólkið í þorpinu virtist ekki hafa nein svör en alls kyns orðrómur var kominn á kreik. „Okkur var sagt að rafmagnið væri líka farið í Frakklandi, það væri farið í Þýskalandi, Belgíu, Finnlandi, Svartfjallalandi, Belgíu og út um allt.“ Óvissan hafi verið algjör og engin skilaboð frá yfirvöldum bárust. Upplifði sömu tilfinningu og þegar Geir bað Guð að blessa Ísland „Það er rosalega skrítin tilfinning að vera ekki í neinu sambandi við umheiminn og af því við lifum á svolítið viðsjárverðum tímum, maður veit aldrei hvað helstu valdamenn í heiminum taka sér fyrir hendur. Það voru bara milljón sviðsmyndir sem teiknuðust upp í höfðinu á manni því við vissum ekkert, Það var ekkert útvarp, það var engin tilkynning. Það voru engar upplýsingar frá yfirvöldum um hvað væri í gangi þannig að það sem manni fannst eiginlega líklegast var að það væri einhvers konar hryðjuverk, jafnvel einhvers konar árás á Evrópu eða hvað eina, ég fylltist óöryggistilfinningu, svolítið svipaða og ég fylltist 6. október 2008 þegar ég sat í Alþingishúsinu og hlustaði á Geir biðja Guð að blessa Ísland.“ Spyr hvort stjórnvöld hafi ekkert varaplan Margar spurningar séu enn ósvaraðar eftir þennan atburð. Það hafi verið hræðilegt að vera tímunum saman án allra samskipta við umheiminn. Stjórnvöld verði að hafa leið til að koma boðum áleiðis til fólksins. „Er ekkert plan B til að ná sambandi við fólk? Það hlýtur að þurfa að vera einhvers konar innviðir sem eru óháðir þessu almannakerfi sem við notum dagsdaglega en þegar eitthvað gerist sem kemur í veg fyrir að við getum notað okkar venjulega kerfi þá hlýtur að vera einhver önnur leið til að koma upplýsingum til almennings,“ segir Lóa. Í nótt, vöknuðu þau hjónin við að ljósin kviknuðu og viftan fór í gang og markaði endalok rafmagnsleysisins. „En svo vaknar maður bara við nýjan dýrðardag í Andalúsíu og heimurinn er æðislegur aftur,“ segir Lóa alsæl með „hitt“ heimilið sitt.
Spánn Almannavarnir Portúgal Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32